Tónlistarskóli Rangæinga starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla, er rekinn af Héraðsnefnd sýslunnar og taka allir hrepparnir innan hennar þátt í rekstri hans. Skólinn nær yfir mjög stórt dreifbýlt svæði og tekur starfsemi og rekstur skólans óhjákvæmilega mið af því að vegalengdir eru miklar bæði fyrir nemendur og kennara. Með starfrækslu öflugs tónlistarskóla er öllum nemendum á grunnskólaaldri og fullorðnum gefinn kostur á tónlistarnámi Rangárþingi.
Við skólann stunda að jafnaði 280 nemendur nám. Þar með eru taldir forskólanemendur leikskóla og forskóli grunnskóla. Nemendur sem stunda hljóðfæranám eru um 180.
Skólastjóri: Sandra Rún Jónsdóttir
Netfang: tonrang(hjá)tonrang.is
Heimasíða: www.tonrang.is
Nánari upplýsingar um Tónlistarskóla Rangæinga, stjórn, samþykktir og þess háttar má nálgast hér.