Brennsluofn fyrir dýrahræ og dýraleifar á Strönd á Rangárvöllum

 

Mat á umhverfisáhrifum

Drög að tillögu að matsáætlun

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. vinnur að mati á umhverfisáhrifum brennsluofns fyrir dýrahræ og dýraleifar í áhættuflokki 1 og 2 á Strönd á Rangárvöllum í samvinnu við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) í Borgarnesi. Afkastageta ofnsins er allt að 4.000 tonn á ári og starfsemi með slíka afkastagetu fellur undir tölul. 11.02 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og skal því háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 21. febrúar 2020. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til afgreiðslu, sbr. 17. gr. rgl. nr. 60/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og greint er frá helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar og hvaða áhrifaþættir verða í brennidepli í mati á umhverfisþáttum.

Drög að tillögu að matsáætlun

Skriflegar ábendingar og athugasemdir skulu berast í síðasta lagi 21. febrúar 2020 á netfangið stefan@environice.is eða í pósti á heimilisfangið:

Umhverfisráðgjöf Íslands ehf.
v/ brennsluofns fyrir dýrahræ og dýraleifar á Strönd á Rangárvöllum
Bjarnarbraut 8
310 Borgarnes

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?