14. ágú. kl. 16:00-19:00
Axarkast og bogfimi með víkingunum í Rimmugýg fyrir krakka í Rangárþingi ytra fædda 2008-2011.
Töðugjöld halda viðburðinn í samstarfi við Caves of Hella og fer hann fram á túninu hjá þeim.
Öll á þessum aldri velkomin - frítt inn og engrar skráningar þörf. Bara að mæta hjá afgreiðslu Hellanna.
Gleðin stendur frá kl. 16–19.