Margrét Erla Maack, tengdadóttir Hellu, verður með þrjá danstíma í íþróttamiðstöðinni á Hellu 6. febrúar.

13:15: Magadans

14:30 Beyoncé

15:45 Burlesque

Einn tími kostar 3000, tveir tímar kosta 5000 og þrír tímar kosta 6000.

Nánar um dansstílana og skráningarform er að finna hér: https://www.margretmaack.com/dans-á-hellu-6-feb

Tímarnir miða að byrjendum. Margrét hefur starfað sem danskennari í 17 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Hún hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn. Hún er skemmtilegur kennari sem útskýrir á aðgengilegan hátt og sérhæfir sig í að kenna byrjendum og fólki sem hefur aldrei dansað áður. Jákvæð sjálfsmynd og líkamsvirðing eru höfð að leiðarljósi.