Kríukroppur er einverk eftir Birtu Sólv. Söring Þórisdóttur sem fjallar um manneskju sem er í baráttu við sitt eigið samviskubit. Hún telur sér trú um að geta stjórnað draumnum sínum og gerir tilraun til að bæta upp fyrir það sem hún missti í þeirri von um að létta af sér.
 
„Pabbi gerði kakósúpur á föstudögum til að fagna helginni. Klukkan myndi slá 12 og við systkinin komum heim með skólabílnum. Um leið og útidyrahurðin er opnuð þá skein sólin beint á okkur og þú verður að píra augun eða jafnvel loka þeim alveg til að koma þér inn í eldhús. Þá finnur þú sterka kakólykt. Og hádegisfréttirnar eru stilltar miklu hærra enn þörf er á. Mikill æsingur í eldhúsinu. Pottar að slást og vatnið rennur.
Þá er pabbi að elda kakósúpu. Með tvíbökum. Annars er þetta ekki máltíð.“
 
Sýningarnar verða þrjár talsins í Menningarsalnum við Dynskála 8 á Hellu og verða þær upphafið af Töðugjaldavikunni sem verður full af gleði, skemmtun og menningu.
1. sýning verður 11. ágúst kl. 20
2. sýning verður 12. ágúst kl. 17
3. sýning verður 13. ágúst kl. 20
 
Aðgangseyrir verður 3.500. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að bóka miða með því að hringja/senda sms í síma 8487933 og leggja inn á reikning 0370-22-047761 kt. 0304973419.
 
Einnig verður hægt að greiða með pening á staðnum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?