Þjóðleg Skötumessa

Þjóðleg Skötumessa í Íþróttahúsinu á Hellu.

Föstudaginn 1. desember nk. verður haldin þjóðleg Skötumessa í Íþróttahúsinu á Hellu og hefst kl. 20.00.

Tilefnið er að fólk hittist og eigi góða stund saman þar sem í boði verða þjóðlegir réttir, kæst skata og saltfiskur með tilheyrandi kartöflum, rófum og hamsatólg. Í eftirrétt verður boðið upp á ábresti með kanil að góðum íslenskum sið. 

Að loknu borðhaldi verðu boðið uppá happadrætti með stórglæsilegum vinningum og glæsilegri skemmtidagskrá.

Blítt og létt hópurinn frá Eyjum heldur úti dúndrandi stuði og allir syngja með.

Forsala aðgöngumiða verður á höndum Fimleikadeildarinnar á Hellu.
Eins má greiða aðgangseyri við innganginn.

Undirbúningsnefndin hefur fundið fyrir miklum áhuga fólks um allt Suðurland og til höfuðborgarinnar svo það er vissara að tryggja sér miða í tíma á eitt glæsilegasta skötukvöld ársins á Íslandi. 

Allur hagnaður rennur til samfélagsins á Suðurlandi.
Undirbúningsnefndin.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?