Töðugjöld

Töðugjöld fara fram aðra helgi eftir Verslunarmannahelgi. Árið 2022 verða Töðugjöld 12. - 14. ágúst!

Töðugjöld verða haldin í 27. skipti en þau hafa verið haldin frá árinu 1994 að undanskildu 2020 og 2021 vegna veirunnar og eru því með elstu bæjarhátíðum landsins. Töðugjöld er hátíð þar sem allir eru boðnir velkomnir og mikið er lagt uppúr því að fjölskyldan geti skemmt sér saman og dagskráin því miðuð að því. Töðugjöld eru undirbúin og haldin í samvinnu markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins og íbúa.

Dagskrá og bæklingur Töðugjalda 2022 verður aðgengileg hér í júlí 2022

Hér má nálgast Töðugjaldabæklinginn á pdf.

Töðugjöld á facebook!

--

Hverfunum er skipt upp í liti og íbúar skreyta hús sín og umhverfi í viðeigandi lit.

Litaskipting hverfa: Grænt - neðra þorp og sveitin vestan við ána. Blátt - Heiðvangur, Freyvangur, Leikskálar og hluti Dynskála. Rautt - Sandurinn vestan við Langasand ásamt Þykkvabæ. Gult - sandurinn austan við Langasand að fjólubláa hverfinu og sveitin austan við Hellu. Fjólublátt svæðið austan og norðan gula hverfisins. 

 


 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?