Um Vatnsveituna

Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, Suðurlandsvegi 1-3 – 850 Hella

kt. 480506-0490 – Vsk.nr. 99808

Vatnsveitan er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps. Sveitarfélögin bera einfalda ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum byggðasamlagsins en innbyrðis skiptist ábyrgðin í hlutfalli við íbúafjölda. Eignarhluti hvors sveitarfélags er þannig að Rangárþing ytra á 81,76% og Ásahreppur 18,24%. Aðildarsveitarfélögin fela byggðasamlaginu skipulag og framkvæmd þeirra verkefna sem kveðið er á um í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og reglugerð sem sett er á grundvelli þeirra. Starfssvæði vatnsveitunnar er hið sama og staðarmörk aðildarsveitarfélaganna.

Veitustjóri er Guðni G. Kristinsson.

Netfang: vatnsveita@ry.is

Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps

Aðalmenn

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður
Eydís Þ. Indriðadóttir

Varamenn

Þórunn Dís Þórunnardóttir
Björk Grétarsdóttir

 Fundargerðir

Fundargerðir má nálgast hér.

 Gjaldskrá 

Gjaldskrá má nálgast hér!

 Hlutverk

a) Að annast rekstur vatnsveitu fyrir aðildarsveitarfélögin.
b) Að ákveða framkvæmd vatnsveitumála á starfssvæði vatnsveitunnar í samræmi við samþykktir sínar og ákvæði laga, þar á meðal að hafa yfirumsjón með uppbyggingu og viðhaldi veitunnar, virkjun vatnsbóla, lagningu vatnsæða, og byggingu annarra mannvirkja sem nauðsynleg kunna að vera til reksturs veitunnar.
c) Að kappkosta að starfseminni sé ávallt hagað þannig að hún uppfylli ákvæði laga, reglugerða og starfsleyfis um rekstur vatnsveitu.
d) Að framkvæma gjaldskrárstefnu með þeim hætti að íbúar í sveitarfélögunum og atvinnulíf njóti hagkvæms reksturs.
e) Að tryggja öryggi og auka sveigjanleika í rekstri vatnsveitu fyrir aðildarsveitarfélögin.
f) Að stuðla að tæknilegum framförum.
g) Að haga starfseminni þannig að hún verði ávallt í fararbroddi og sátt við umhverfið.
h) Að annast og stuðla að sölu á vatni út fyrir starfssvæði veitunnar til utanaðkomandi aðila.

Samþykktir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps

Má nálgast hér

Umsókn um kaldavatnstengingu má nálgast hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?