1.Hellishraun - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1
2409059
Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Guðrúnar Stefáns Jónssonar um leyfi til að byggja alls 39,0 m² sumarhús úr timbri á lóð sinni skv. aðaluppdráttum frá Mansard teiknistofu ehf dags. 15.5.2024.
Fundi slitið - kl. 10:00.
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Vantar að sýna loftræstingu frá lokuðum rýmum, eldhúsi og salerni.
Vantar að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla
Misræmi er á stærðum björgunaropa á grunnmynd og í texta byggingarlýsingar.
Á loftmynd má sjá aukabyggingu við norðaustur hlið hússins. Óskað er skýringa á því.
Gerð er krafa um útreikning á kólnunartölum útveggja þar sem gerð er grein fyrir samræmi við töflu 13.01 í byggingarreglugerð.