142. fundur 30. apríl 2025 kl. 08:00 - 10:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson aðalmaður
  • Leifur B Björnsson embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Jón Ragnar Örlygsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson byggingarfulltrúi

1.Árbakki lóð 35. L214323.OFCO ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2504054

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hilmars Finns Binder, fyrir hönd OFCO ehf., kt. 461112-1960 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki ll-tegund "h" á lóðinni Árbakki lóð 35, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 16.04.2025.
Ekki er hægt að gefa jákvæða umsögn þar sem óheimilt er að starfrækja gistirekstur innan skipulagðra frístundasvæða í sveitarfélaginu


Til skýringar skal á það bent að í greinargerð aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028, er gert ráð fyrir minni háttar starfsemi á frístundasvæðum, en svo segir í greinargerð undir liðnum Frístundabyggð? á bls. 11:

Innan frístundabyggðar er heimilt að vera með þjónustumiðstöðvar, smáverslanir og aðra starfsemi sem þjónar viðkomandi svæði. Heimilt er að vera með gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016, (sbr. h lið 4. gr. ) enda hafi starfsemin tilskilin leyfi og lóðarhafar á frístundasvæðinu leggist ekki gegn starfseminni. Slík starfsemi skal vera í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum. Gera skal grein fyrir mögulegri atvinnustarfsemi í deiliskipulagi svæðis.


Jafnframt segir í sama kafla:

Lögð er áhersla á að á frístundasvæðum sé starfandi félag frístundahúsaeigenda. Gert er ráð fyrir slíkum félögum sbr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Slík félög skulu m.a. meta heimildir og skyldur varðandi byggðina s.s. atvinnurekstur. Slíkur rekstur skal þó ávallt fylgja þeim lögum og reglum sem við á hverju sinni.?.


Af þessum sökum, þar sem viðkomandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, getur byggingarfulltrúi ekki gefið jákvæða umsögn um gistirekstur innan frístundasvæða í Rangárþingi ytra fyrr en samþykktir í samræmi við ofangreindar forsendur liggja fyrir.

2.Langalda. Efnistökusvæði E124. Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis

2504055

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna áforma Ístaks hf. um starfsleyfi fyrir efnistöku og jarðefnavinnslu að Langöldu, efnistökusvæði E124 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 16.04.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd starfsemi er í samræmi við skipulag og gerir því ekki athugasemdir vegna tiltekinnar starfsemi.

3.Tungnaáeyrar ofan við Hald. Efnistökusvæði E70

2504056

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna áforma Ístaks hf. um starfsleyfi fyrir efnistöku og jarðefnavinnslu að Tungnaáreyrum ofan við Hald, efnistökusvæði E70 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 16.04.2025.
Byggingarfulltrúi staðfestir að umrædd starfsemi er í samræmi við skipulag og gerir því ekki athugasemdir vegna tiltekinnar starfsemi.

4.Árbakki lóð 35. Grænibakki. L214323. Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis

2504075

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Hilmars Finns Binder fyrir hönd Öfco ehf., kt. 461112-1960 um starfsleyfi fyrir útleigu húss að Grænabakka, Árbakka lóð 35, í Rangárþingi ytra. Umsókn barst 29.04.2025.
Ekki er hægt að gefa jákvæða umsögn þar sem óheimilt er að starfrækja gistirekstur innan skipulagðra frístundasvæða í sveitarfélaginu


Til skýringar skal á það bent að í greinargerð aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028, er gert ráð fyrir minni háttar starfsemi á frístundasvæðum, en svo segir í greinargerð undir liðnum Frístundabyggð? á bls. 11:

Innan frístundabyggðar er heimilt að vera með þjónustumiðstöðvar, smáverslanir og aðra starfsemi sem þjónar viðkomandi svæði. Heimilt er að vera með gistingu í flokki I og II skv. reglugerð nr. 1277/2016, (sbr. h lið 4. gr. ) enda hafi starfsemin tilskilin leyfi og lóðarhafar á frístundasvæðinu leggist ekki gegn starfseminni. Slík starfsemi skal vera í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum. Gera skal grein fyrir mögulegri atvinnustarfsemi í deiliskipulagi svæðis.


Jafnframt segir í sama kafla:

Lögð er áhersla á að á frístundasvæðum sé starfandi félag frístundahúsaeigenda. Gert er ráð fyrir slíkum félögum sbr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Slík félög skulu m.a. meta heimildir og skyldur varðandi byggðina s.s. atvinnurekstur. Slíkur rekstur skal þó ávallt fylgja þeim lögum og reglum sem við á hverju sinni.?.


Af þessum sökum, þar sem viðkomandi lóð er á skilgreindu frístundasvæði skv. landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, getur byggingarfulltrúi ekki gefið jákvæða umsögn um gistirekstur innan frístundasvæða í Rangárþingi ytra fyrr en samþykktir í samræmi við ofangreindar forsendur liggja fyrir.

5.Höfuðból 205 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2201063

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Palisander ehf um leyfi til að gera smávægilegar breytingar á núverandi húsnæði, skv. uppdráttum frá Gunnlaugi Johnson, dags. 16.6.2022.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

6.Árbær 165067 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2504078

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Vigdísar Þórarinsdóttur um leyfi til að byggja við og endurbæta núverandi íbúðarhús. Um er að ræða tveggja hæða íbúðarhús ásamt bílskúr með rislofti. Aðaluppdráttur frá Ásgeiri Ásgeirssyni dags. 28.4.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

7.Lækjarbraut 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2504077

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Fríðu Bjargar Þorbjörnsdóttur um leyfi til að stækka núverandi íbúðarhús ássamt því að byggja bílskúr úr timbri á einni hæð. Stækkun yrði 104,7 m². Aðaluppdráttur frá Hans Orra Kristjánssyni dags. 29.4.2025
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara hér að neðan.
Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Við yfirferð aðaluppdrátta voru eftirfarandi athugasemdir gerðar:
Hurðir úr bílskúr í herbergi og salerni mega ekki vera með lakara brunaálag en veggirnir sem að þeim liggja.
Klæðning í bílskúr skulu vera í flokki I.
Vélræn loftræsting VLR skal vera úr salerni.
Gera skal ráð fyrir hleðslu rafbíla.

8.Meiri-Tunga 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2

2504074

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Lárusar Konráðs Jóhannssonar um leyfi til að byggja 242,4 m² íbúðarhús úr timbri á einni hæð. Aðaluppdráttur frá Bent Larsen dags. 9.4.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnunarstjóri hefur tilnefnt aðra hönnuði og þeir staðfest sig
-Hönnuðir hafa undirritað uppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarstjóri hefur tilnefnt alla iðnmeistara og þeir staðfest sig á verkið.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Engar athugasemdir gerðar.

9.Gaddstaðir 32 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2504073

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Gaddstaða ehf um leyfi til að byggja gestahús úr timbri á einni hæð. Aðaluppdráttur frá Hannesi Árnasyni, dags. 18.12.2024.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

10.Rjúpnavellir - - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2504072

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Björns Halldórssonar um leyfi til að byggja við gistiskála Mhl08 úr timbri á einni hæð. Aðaluppdráttur frá Hannesi Árnasyni dags. 15.4.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

11.Höfðavegur 20 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2504049

Byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hefur móttekið umsókn Agnieszka Wanda Solinska um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri á einni hæð. Aðaluppdráttur frá Guðjóni Þ. Sigússyni dags. 18.3.2025.
Byggingaráform eru samþykkt. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
-Hönnuður hefur undirritað aðaluppdrætti með rafrænni áritun sinni.
-Skráningartafla hefur borist.
-Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og lagt fram starfsábyrgðartryggingu.
-Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Fundi slitið - kl. 10:00.