6. fundur 17. mars 2016 kl. 16:30 - 17:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir formaður
  • Hugrún Pétursdóttir aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson aðalmaður
  • Yngvi Harðarson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson

1.Samráð við ferðaþjónustuaðila

1601014

Tillaga um að halda samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum þann 4. apríl 2016. Á fundinum yrði farið yfir verkefni sveitarfélagsins tengd ferðaþjónustu, áhugi á klasasamstarfi kannaður ásamt því að heyra hvað brennur á ferðaþjónustuaðilum.
Samþykkt tillaga um að halda samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum þann 4. apríl 2016. Markaðs- og kynningarfulltrúa ásamt formanni nefndarinnar falið að undirbúa fundinn.

2.Þjónustukort Rangárþings og Mýrdals

1501003

Óskað var eftir áframhaldandi samstarfi við önnur sveitarfélög í Rangárþingi og Mýrdal við gerð sameiginlegs þjónustukorts líkt og síðustu ár.
Sveitarstjórn hefur nú þegar samþykkt erindið. Markaðs- og kynnningarfulltrúa falið að vinna verkefnið.

3.Kort af Hellu

1603028

Kynntar hugmyndir að yfirlitskorti af Hellu.
Nefndin samþykkir að fara af stað með kortagerð af Hellu, leitast verður eftir styrkjum til þess að fjármagna verkefnið í opinberum sjóðum og hjá ferðaþjónustuaðilum í héraði. Hugmyndin verður kynnt á samráðsfundi ferðaþjónustunnar þann 4. apríl n.k. Í kjölfarið verður markaðs- og kynningarfulltrúa falið að vinna að verkefninu.

4.Að sunnan - framhald

1509022

N4 óskar eftir áframhaldandi samstarfs vegna þáttana "að sunnan". Byggðaráð vísaði erindinu til umfjöllunar og forgangsröðurnar hjá atvinnu og menningarmálanefnd.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til að við sitjum hjá að þessu sinni þar sem mörg brýn verkefni blasa við á þessu ári. Það skal þó ítrekað að þáttagerðin hefur verið til fyrirmyndar og ætti ekki að útiloka að Rangárþing ytra taki þátt síðar.

5.Náttúrulaugar og flokkun þeirra

1603023

Baðstaðir í náttúru Íslands - HES. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar af sveitarstjórn til umfjöllunar.
Fjallað um málið, ekki er vitað um fleiri baðlaugar.

6.Umsókn um Landsmót hestamanna 2020

1601007

Umsókn Rangárbakka um Landsmót hestamana 2020 sem markaðs- og kynningarfulltrúi aðstoðaði við var samþykkt og verður því Landsmót hestamanna haldið á Hellu 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Jafnréttisáætlun

1510053

Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra er í vinnslu og eru drög lögð hér fram til kynningar.
Farið var yfir athugasemdir vegna fyrirliggjandi jafnréttisáætlunar. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að ljúka við gerð hennar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?