61. fundur 20. nóvember 2019 kl. 16:30 - 17:40 Skrifstofa Rangárþings ytra

1.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Fjárhagsáætlun 2020

1911020

Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2020.
Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
 

2.Nýbygging slökkvistöðvar á Hellu

1911021

Bygging nýrrar slökkvistöðvar gengur vel. Vinna við útboðsgögn stendur yfir og stefnt er að því að bjóða út seinnihluta framkvæmda um miðjan desember.
 

3.Gamla slökkvistöðin á Hellu; Matsgerð

1911022

Stjórn samþykkir að bjóða Rangárþingi ytra fasteignina til kaups á matsverði.
Samþykkt samhljóða.
 

4.61. stjórnar Brunavarna; Önnur mál

1911023

Leifur Bjarki fer yfir stöðu mála varðandi gerð brunavarnaráætlunar. Vinna er langt komin og stefnt er að því að hún verði tilbúin til staðfestingar um áramót.