11. fundur 27. maí 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Þorgils Torfi Jónsson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Þorgils Torfi Jónsson sat fundinn í forföllum Haraldar Eiríkssonar. Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður Byggðarráðs stjórnaði fundi. Klara Viðarsdóttir aðalbókari og Eyþór Björnsson sátu fundinn undir lið 1. Áður en gengið var til dagskrár lagði fulltrúi Á-lista til dagskrárbreytingu þannig að liður 5 skiptist í tvo undirliði; 5.1 og 5.2. Liður 5.1 verði -Aðstaða til fjarnáms og liður 5.2 verði -Bílaþvottaplan á Hellu. Það var samþykkt samhljóða.

1.Rekstraryfirlit 27052015

1505040

Yfirlit launa, málaflokka og skatttekna í samanburði við fjárhagsáætlun í lok apríl 2015
Lagt fram yfirlit yfir laun til loka apríl 2015 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 26.05.2015.

2.Kosningaréttur kvenna í 100 ár - 19. júní

1505042

Erindi frá Auði Erlu Logadóttur.
Byggðarráð tekur heilshugar undir að ástæða er til að minnast þessara merku tímamóta með viðeigandi hætti. Af þessu tilefni verði öllu starfsfólki sveitarfélagsins, sem þess óska, gert mögulegt að taka frí frá vinnu frá hádegi þann 19 júní n.k.Samþykkt samhljóða

3.Umsókn um lóð - Rangárflatir 1

1505038

Hreiðar Hermannsson f.h. Vesturgötu 4 óskar eftir lóðinni fyrir verslunar- og þjónustuhús.
Tillaga um að úthluta Vesturgötu 4 lóðinni að Rangárflötum 1 á Hellu með fyrirvara um endurskoðun deiliskipulags sem er í vinnslu.Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Auðlindir - Skipulag - Atvinna

1503039

Í framhaldi af ráðstefnunni á Hellu hefur stjórn SASS samþykkt að eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar 2015 - 2019 verði á þessu sviði. Óskað er eftir því að að hvert sveitarfélag skipi tvo kjörna fulltrúa í vinnuhóp sem fari nánar yfir málið og að fyrsti fundur fari fram í júní nk.
Tillaga um að skipa Ágúst Sigurðsson og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur í vinnuhópinn.Samþykkt samhljóða

5.Aðstaða til fjarnáms og bílaþvottaplan

1505041

Tillaga frá Á-lista um að komið verði upp aðstöðu fyrir einstaklinga í fjarnámi og unnið að því að koma upp aðstöðu til bílþvotta.
5.1 Aðstaða til fjarnáms

Tillaga frá Á-lista um að sveitarstjóri taki saman og skili inn tillögum um mögulega valkosti til uppsetningar á aðstöðu fyrir fjarnema og leggi hana fyrir næsta fund byggðarráðs.Greinargerð: Tillagan var upphaflega lögð fram þann 6. september 2013 á 51. fundi sveitarstjórnar kjörtímabilið 2010-2014 og hlaut þar samhljóða samþykki sveitarstjórnar. Ekki hefur verið unnið úr tillögunni með fullnægjandi hætti í samræmi við ákvörðunina. Fulltrúar Á-lista telja málefnið brýnt og vilja nú sem fyrr að sett verði upp aðstaða fyrir fjarnema.Samþykkt samhljóða

5.2 Bílaþvottaplan á Hellu

Tillaga frá Á-lista að gert verði kostnaðarmat vegna uppsetningar á bílaþvottaplani á miðbæjarsvæði Hellu í samræmi við umræður á fundinum. Sveitarstjóra falið að leggja slíkt kostnaðarmat fyrir næsta fund byggðarráðs.Samþykkt samhljóða6.Litla gula hænan - ósk um styrk

1505032

Leikhópurinn Lotta verður með barnasýningu á skólalóðinni á Hellu í sumar og óskar eftir styrk til að auglýsa atburðinn.
Byggðarráð fagnar þessu framtaki og samþykkir að taka þátt í að auglýsinga atburðinn í Búkollu. Kostnaður færist á menningarstyrki.Samþykkt samhljóða

7.Hugmyndagátt maí 2015

1505039

Ábendingar sem borist hafa í hugmyndagáttina
Í hugmyndagátt hafði borist ábending um líkamsræktaraðstöðu. Sveitarstjóra falið að koma ábendingunni á framfæri við forstöðumann íþróttamiðstöðvar.

8.Vorfundur um málefni fatlaðra

1504037

Staðfesta þarf endurskoðaða samninga um málefni fatlaðra.
8.1 Þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólksByggðarráð staðfestir samninginn.

8.2 Samningur milli Árborgar og Bergrisans bs um málefni fatlaðs fólksByggðarráð staðfestir samninginn

9.Félagsmálanefnd 24 fundur

1505029

Fundargerð
Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.9.1 Reglur um stuðningsþjónustu við fjölskyldur, umsóknareyðublað og matsblað.Byggðarráð staðfestir reglurnar

9.2 Framkvæmdaáætlun Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu í barnaverndarmálum 2014-2018.Byggðarráð staðfestir áætlunina enda rúmist kostnaður við hana innan fjárhagsáætlunar félagsþjónustunnar.

10.Félagsmálanefnd 25 fundur

1505030

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar

11.6 fundur umhverfisnefndar

1505044

Fundargerðin staðfest samhljóða

12.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 12

1505012

Fundargerðin lögð fram til kynningar

13.Stjórn Tónlistarskóla Rangæinga - 143

1505045

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar13.1 Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans

Byggðarráð vill nota tækifærið og fagna ráðningu á Sigríði Aðalsteinsdóttur sem nýjum skólastjóra og um leið þakka fráfarandi skólastjóra, Laszlo Czenek, fyrir góð störf í þágu tónlistarkennslu í héraði.

14.SASS - 490 -494 stjórn

1505043

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar

15.Til umsagnar 355.mál

1505018

Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma.
Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?