1.Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 4
2505012F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.Lóð undir lágvöruverðsverslun
2506071
Fulltrúar Á-listans telja mikilvægt að bregðast tímanlega við vaxandi eftirspurn lóðum fyrir verslun- og þjónustu í sveitarfélaginu. Mikil og vaxandi þörf er á lágvöruverðsverslun sem nýtist bæði íbúum og fjölmörgum gestum sem fara um svæðið ár hvert. Aukið álag vegna mikillar umferðar, umfangsmikilla virkjanaframkvæmda og annarrar uppbyggingar á svæðinu gerir það að verkum að skynsamlegt er að hefja skipulagsvinnu sem fyrst til að tryggja svigrúm fyrir slíka starfsemi. (EVG, MHG)
Fulltrúi D-lista vill gjarnan liðka sem mest til svo hægt verði að starfrækja lágvöruverslun á Hellu enda allar forsendur fyrir hendi að mati undirritaðs. Því miður hafa slíkir rekstraraðilar ekki enn séð hag sinn í því og koma henni upp. Í nýju atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar eru t.d. fjölmargar lóðir sem vel gætu hentað fyrir slíka starfsemi og þar er innviðauppbygging í gangi nú þegar. Undirritaður leggur áherslu á að haft verði í huga í skipulags- og umferðarnefnd að mögulegur lóðarhafi geti þróað lóðina og að á henni geti verið fjölbreyttari starfsemi en einungis matvöruverslun líkt og tíðkast víða í minni verslunarkjörnum. (IPG)
Byggðarráð felur skipulags- og umferðarnefnd að koma með tillögur að hentugum lóðum sem kæmu til greina fyrir lágvöruverðsverslun og tengda starfssemi og einnig gera tillögu um næstu skref í skipulagsvinnu, ef þörf er á, svo að viðkomandi lóð/lóðir geti orðið hluti af framtíðarsýn um eflingu þjónustu við íbúa og ferðamenn í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
Fulltrúi D-lista vill gjarnan liðka sem mest til svo hægt verði að starfrækja lágvöruverslun á Hellu enda allar forsendur fyrir hendi að mati undirritaðs. Því miður hafa slíkir rekstraraðilar ekki enn séð hag sinn í því og koma henni upp. Í nýju atvinnusvæði sunnan Suðurlandsvegar eru t.d. fjölmargar lóðir sem vel gætu hentað fyrir slíka starfsemi og þar er innviðauppbygging í gangi nú þegar. Undirritaður leggur áherslu á að haft verði í huga í skipulags- og umferðarnefnd að mögulegur lóðarhafi geti þróað lóðina og að á henni geti verið fjölbreyttari starfsemi en einungis matvöruverslun líkt og tíðkast víða í minni verslunarkjörnum. (IPG)
Byggðarráð felur skipulags- og umferðarnefnd að koma með tillögur að hentugum lóðum sem kæmu til greina fyrir lágvöruverðsverslun og tengda starfssemi og einnig gera tillögu um næstu skref í skipulagsvinnu, ef þörf er á, svo að viðkomandi lóð/lóðir geti orðið hluti af framtíðarsýn um eflingu þjónustu við íbúa og ferðamenn í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
3.Byggingarfulltrúi. Ráðning
2504062
Lagðar fram drög að starfslýsingum byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa og tilboð í ráðningarferli byggingarfulltrúa.
Lagt til að samþykkja starfslýsingarnar og auglýst verði staða byggingarfulltrúa sem myndi hefja störf í okt/nóvember. Nýjar starfslýsingar taki gildi þegar ráðið hefur í starfið. Núverandi skipulags- og byggingarfulltrúi mun síðan gegna starfi skipulagsfulltrúa. Þá er lagt til að ganga til samninga við ráðningarfyrirtækið Mögnum að sjá um ráðningarferlið.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að samþykkja starfslýsingarnar og auglýst verði staða byggingarfulltrúa sem myndi hefja störf í okt/nóvember. Nýjar starfslýsingar taki gildi þegar ráðið hefur í starfið. Núverandi skipulags- og byggingarfulltrúi mun síðan gegna starfi skipulagsfulltrúa. Þá er lagt til að ganga til samninga við ráðningarfyrirtækið Mögnum að sjá um ráðningarferlið.
Samþykkt samhljóða.
4.Tillaga fulltrúa D-lista um að ráðast í átak í úttektum á byggingarstigi húsa o.fl.
2506034
Byggðarráð samþykkir tillöguna en farið verði í átakið þegar nýr byggingarfulltrúi kemur til starfa og átakinu verði lokið í byrjun næsta árs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Landsnet. Rafmagnsbilun
2506040
Lagt fram erindi frá Reykjagarði varðandi áhrif straumleysins þegar bilum varð í línu Landsnets þann 10. júní s.l.
Byggðarráð tekur undir ábendingar Reykjagarðs og felur sveitarstjóra senda inn erindi til Landsnets í samráði við aðra sveitarstjóra í Rangárvallasýslu.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð tekur undir ábendingar Reykjagarðs og felur sveitarstjóra senda inn erindi til Landsnets í samráði við aðra sveitarstjóra í Rangárvallasýslu.
Samþykkt samhljóða.
6.Erindi frá Félagi atvinnurekenda. Fasteignamat 2026.
2506039
Lagt fram erindi frá Félagi atvinnurekenda um að sveitarfélögin skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.
Byggðarráð telur fullt tilefni til að endurskoða álagningarprósentur fasteignagjalda í sveitarfélaginu við gerð næstu fjárhagsáætlunar í ljósi hækkaðs fasteignamats eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð telur fullt tilefni til að endurskoða álagningarprósentur fasteignagjalda í sveitarfélaginu við gerð næstu fjárhagsáætlunar í ljósi hækkaðs fasteignamats eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða.
7.Beiðni um úthlutun lóðarinnar Dynskála 45 og afslátt gatnagerðargjalda.
2502047
Rætt um mögulegt samkomulag við Reykjagarð um gatnagerðargjöld vegna fyrirhugaðrar stækkunar á lóð félagins á Hellu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
8.Krókur, breyting á leigutaka lóða Þ2 og Þ3
2506066
Núverandi leigutaki, Króksmenn ehf, óska eftir því að breytt verði um leigutaka á lóðum Þ2 og Þ3 í Króki á Rangárvallaafrétti. Nýr leigutaki verði Krókur Camping ehf.
Lagt til að samþykkja beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að samþykkja beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
9.Helluvað. Kauptilboð vegna íþróttavallasvæðis
2311011
Beiðni um dómkvaðningu matsmanna
Lögð fram beiðni eiganda Helluvaðslands um dómkvaðningu matsmanna til að hnekkja mati matsnefndar eignarnámsbóta vegna 12,94 ha. spildu úr landi Helluvaðs.
Lagt til að fela sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að gæta hagsmuna sveitarfélagins í málinu.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að fela sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að gæta hagsmuna sveitarfélagins í málinu.
Samþykkt samhljóða.
10.Landvegur. Framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð.
2503087
Byggðaráð hefur yfirfarið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Landvegi frá vegamótum að Áfangagili að Þjórsárdalsvegi. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag.
Byggðaráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi á grundvelli heimilda aðalskipulags, álits Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum og framlagðri greinargerð sem unnin er af Rangárþing ytra. Leyfið verði veitt með þeim skilyrðum sem fram koma innan greinargerðar er varðar mótvægisaðgerðir, vöktun og frágang vegna framkvæmdarinnar.
Samþykkt samhljóða
Byggðaráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi á grundvelli heimilda aðalskipulags, álits Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum og framlagðri greinargerð sem unnin er af Rangárþing ytra. Leyfið verði veitt með þeim skilyrðum sem fram koma innan greinargerðar er varðar mótvægisaðgerðir, vöktun og frágang vegna framkvæmdarinnar.
Samþykkt samhljóða
11.Réttarnesvegur.
2503067
Lögð fram beiðni frá stjórn Félags sumarhúsa- og lóðaeigenda í Fjallalandi óskar hér með eftir því að Rangárþing ytra taki yfir veghald Réttarnesvegar og verði formlegur veghaldari hans, sbr. 9. og 12. gr. vegalaga nr. 80/2007.
Ekkert fordæmi er fyrir því að sveitarfélagið sé veghaldari að frístundasvæðum í einkaeigu innan sveitarfélagsins. Þá eru ekki heimildir til lögheimilisskráningar á skipulögðum frístundasvæðum. Því sér byggðarráð sér ekki fært að verða við beiðninni. Komi til vegaumbóta á landi sveitarfélagsins mun það verða skoðað sérstaklega.
Samþykkt samhljóða.
Ekkert fordæmi er fyrir því að sveitarfélagið sé veghaldari að frístundasvæðum í einkaeigu innan sveitarfélagsins. Þá eru ekki heimildir til lögheimilisskráningar á skipulögðum frístundasvæðum. Því sér byggðarráð sér ekki fært að verða við beiðninni. Komi til vegaumbóta á landi sveitarfélagsins mun það verða skoðað sérstaklega.
Samþykkt samhljóða.
12.Hagi vSelfjall 2. Beiðni um niðurfellingu á skipulagsgjöldum
2505093
Eigendur lóðarinnar Hagi v/Selfjall 2 óska eftir að sveitarstjórn falli frá innheimtukostnaðar sem fallið hefur á eigendur vegna yfirstandandi breytinga á landnotkun í aðalskipulagi.
Lagt til að fresta afgreiðslu erindisins þar til ljóst verður hvort önnur aðalskipulagsbreyting sem er í skipulagsferli á svæðinu nái fram að ganga.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að fresta afgreiðslu erindisins þar til ljóst verður hvort önnur aðalskipulagsbreyting sem er í skipulagsferli á svæðinu nái fram að ganga.
Samþykkt samhljóða.
13.Kæra Taktikal ehf. - Kærunefnd útboðsmála
2410041
Úrskurður.
Lögð fram niðurstaða kærunefndar útbóðsmála varðandi kæru Taktikal ehf.
Lagt til að fela sveitarstjóra að skoða hvernig best sé að vinna málið áfram með hliðsjón af Rammasamningi um opinber innkaup.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að fela sveitarstjóra að skoða hvernig best sé að vinna málið áfram með hliðsjón af Rammasamningi um opinber innkaup.
Samþykkt samhljóða.
14.Skjálftasögur - 25 ár frá Suðurlandsskjálftum 2000
2504080
Á fundinn mætir Ösp Viðarsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi og gerir grein fyrir stöðu verkefnisins um að safna saman skjálftasögum frá Suðurlandsskjálftanum 2000.
Byggðarráð telur mikilvægt að sögum verði safnað og gerðar aðgengilegar. Lagt til að vísa málinu til markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar til frekari útfærslu og kostnaðargreiningar.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð telur mikilvægt að sögum verði safnað og gerðar aðgengilegar. Lagt til að vísa málinu til markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar til frekari útfærslu og kostnaðargreiningar.
Samþykkt samhljóða.
15.Gaddstaðavegur
2501031
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um stöðu vinnu vegna málefna Gaddstaðavegar.
16.Húsrýmisgreining Hjúkrunarheimilið Lundur
2506080
Lögð fram kostnaðaráæltun vegna húsrýmisáætlunar vegna Hjúkrunarheimilisins Lundar.
Lagt til að samþykkja að taka þátt í kostnaði við húsrýmisáætluna en áætlur kostnaður sveitarfélagsins er um kr. 4.5 millj. sem mætt yrði með viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að samþykkja að taka þátt í kostnaði við húsrýmisáætluna en áætlur kostnaður sveitarfélagsins er um kr. 4.5 millj. sem mætt yrði með viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
17.Styrkbeiðni vegna kórverkefnis
2506045
Lögð fram styrkbeiðni frá Arilíusi Marselínusyni um styrk að fjárhæð kr. 256.000 vegna nýs kórverkefnis sem sameinar ólíka menningarheima sem verið er að þróa á Hellu.
Lagt til að styrkja verkefnið um kr. 180.000 sem tekið væri af menningar- og fjölmenningarmálum.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að styrkja verkefnið um kr. 180.000 sem tekið væri af menningar- og fjölmenningarmálum.
Samþykkt samhljóða.
18.Beiðni um niðurfellingu salarleigu - Karlakór Rangæinga
2506017
Lögð fram beiðni frá Karlakór Rangæinga um að fá niðurfellda leigu af sal íþróttamiðstöðvarinnar í tilefni af karlakvöldi karlakórsins.
Lagt til að samþykkja beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að samþykkja beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
19.Hugmyndagátt og ábendingar 2025
2506030
Eitt erindi hefur borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins um að setja stóra náttúrustein/hellu upp á endann í miðjuna á hringtorginu á Hellu og setja stafina Hella á báðar hliðar sem yrði upplýst.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendinguna og telur hana áhugaverða. Lagt til að fela sveitarstjóra að senda hugmyndina til Vegagerðarinnar til umsagnar þar sem Vegagerðin er veghaldari.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendinguna og telur hana áhugaverða. Lagt til að fela sveitarstjóra að senda hugmyndina til Vegagerðarinnar til umsagnar þar sem Vegagerðin er veghaldari.
Samþykkt samhljóða.
20.Unhóll 4. Breyting á heiti. Unubakki
2506050
Eigendur Unhóls 4 L234639 óska eftir heimild til að breyta heiti lóðar sinnar. Nýtt heiti verði Unubakki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
21.Vestri Kirkjubær 3 og 4. Breyting á heitum. Faxaströnd og Fákaströnd.
2506016
Eigendur Vestri-Kirkjubæjar 3 og Vestri-Kirkjubæjar 4 óska eftir að breyta heitum á jörðum sínum. Vestri-Kirkjubær 3 verði Faxaströnd og Vestri-Kirkjubær 4 verði Fákaströnd.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
22.Brekkusel 1. Umsókn um lögbýli
2506025
Eigandi Brekkusels 1, L224464, óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni. Lagt er fram álit búnaðarráðunauts til stuðnings starfsemi á jörðinni.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
23.Gaddstaðir lóð 48, L222996. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2506060
Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn vegna beiðni Víðis Reys Þórssonar fyrir hönd Dvalans ehf., kt. 600709-0110, um rekstrarleyfi fyrir gistingu á lóðinni Gaddstöðum lóð 48, L222996, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 11.6.2025.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
24.Rangárbakki 2. L174567. Öldur ehf. Beiðni um umsögn vegna leyfis fyrir sölu áfengis á framleiðslustað
2506069
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Helga Þóris Sveinssonar, fyrir hönd Öldurs ehf., kt. 510417-0380 um starfsleyfi fyrir sölu á áfengum drykkjum, á framleiðslustað á lóðinni Rangárbakki 2. L174567, Rangárþingi ytra.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
Samþykkt samhljóða.
25.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2025
2502008
Fundargerðir 981. og 982. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
26.Fundargerðir 2025 - Samtök orkuveitarfélaga
2501069
Fundargerðir 85. og 86. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.
27.Samningur við World Class.
2505085
Upplýsingar úr rekstri
Lagt fram til kynningar.
28.Töðugjöld 2025 - Beiðni um umsögn - tækifærisleyfi
2506041
Umsögn
Lagt fram til kynningar.
29.Aðalfundur 2025 - Veiðifél. Landmannaafr.
2505045
Fundargerð aðalfundar frá 26. maí s.l.
Lagt fram til kynningar.
30.Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2025
2506067
Aðalfundarboð þann 4. júlí nk.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.