17. fundur 26. september 2019 kl. 16:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Steindór Tómasson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 2-4.

1.Afhendingaröryggi rafmagns í Rangárþingi ytra

1909054

Heimsókn frá Lárusi Einarssyni svæðisstjóra Rarik
Lárus Einarsson deildarstjóri netreksturs Rarik á Suðurlandi kom til fundar við byggðarráð og kynnti stöðu mála varðandi afhendingarröryggi rafmagns á svæðinu. Fram kom í máli LE að nú stendur yfir heildar endurnýjun á rofum í aðveitustöðinni á Hellu og eins er verið að stækka spenni á Hellu úr 6 MW í 10 MW sem eykur mjög afhendingaröryggi. Versta áfall gagnvart afhendingu væri fólgin í því að spennir myndi bila. Þá þyrfti að grípa til varaaflstöðva sem staðsettar eru í Vík og ætti að vera hægt að koma á rafmagni innan nokkurra klukkutíma á allt svæðið. Einnig væri hægt að grípa til smærri stöðva og koma þannig á rafmagni innan styttri tíma. Þá er möguleiki á fæðingu rafmagns frá Hvolsvelli í gegnum Rimakot í Austur Landeyjum og þaðan til Þykkvabæjar og á Hellu. Þá leiðina væri hægt að ná 0,5 MW sem á að duga helstu stofnunum sveitarfélagsins. Rarik er með sérstaka viðbragðsáætlun og sérstök neyðarstjórn tekur til starfa í Reykjavík í neyðartilvikum þegar um stærri atburði er að ræða. Það er því metið svo að afhendingaröryggi í Rangárþingi ytra sé gott ef litið er til samanburðar á landsvísu.

2.Rekstraryfirlit 23092019

1909045

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-ágúst
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit janúar til ágúst.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 3

1909057

Vegna jöfnunarsjóðs og mötuneytisgjalda.
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði í fræðslumálum vegna niðurgreiðslu á fæðisgjöldum í grunnskólum að fjáhæð 5 milljónir kr sbr. minnisblað um útfærslu á kostnaði við ákveðin verkefni sem lagt var fram við samþykkt fjárhagsáætlunar í des 2019. Á móti er gert ráð fyrir auknum tekjum frá jöfnunarsjóði að fjárhæð 5 milljónir kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé.

Samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun 2020-2023

1909012

Forsendur, álagningarprósentur, gjaldskrár, fjárfestignar og fl.
Farið yfir ýmsar forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs.

5.Eigna- og framkvæmdasvið - ráðning forstöðumanns

1909021

Drög að auglýsingu
Farið yfir tillögu að auglýsingu og samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að koma auglýsingunni í birtingu.

6.Vegahald í frístundabyggðum

1909001

Tillaga að reglum
Lögð fram tillaga að reglum um styrki til vegahalds í frístundabyggðum í Rangárþingi ytra. Byggðarráð leggur til að reglurnar verði staðfestar af sveitarstjórn og að gert verði ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun næsta árs. Sveitarstjóra jafnframt falið að taka saman upplýsingar fyrir næsta fund byggðarráðs sem geti lagt grunn að ákvörðun um skynsamlega árlega fjárhæð til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

7.Beiðni um fjárstyrk

1909033

Æskulýðsnefnd Rangárvallaprófastdæmis
Tillaga um að styrkja Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu um 145.000 kr. vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða

8.Styrktarbeiðni

1909027

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Tillaga um að samþykkja umbeðinn styrk að fjárhæð 51.000 kr fyrir dvöl fatlaðs einstaklings frá Rangárþingi ytra í Reykjadal sumarið 2019. Kostnaður færist á félagsmál.

Samþykkt samhljóða

9.Umsókn um styrk vegna bílaplans

1909044

Flugbjörgunarsveitin Hellu
Flugbjörgunarsveitin Hellu óskar eftir styrk til gerðar bílaplans við aðstöðuhús sitt á Hellu. Erindinu hafnað í ljósi þess að nýlega var gengið frá styrktarsamingi milli sveitarfélagsins og sveitarinnar þar sem sérstaklega er áætlað fjármagn árlega til endurbóta á aðstöðu.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um styrk - stóri Neyðarkallinn

1909049

Flugbjörgunarsveitin Hellu
Flugbjörgunarsveitin Hellu óskar eftir styrk vegna sölu á s.k. stóra neyðarkalli.

Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 50.000 kr.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

11.Umsókn um rekstrarstyrk - Kvennaathvarfið

1909055

Umsókn um styrk frá Kvennaathvarfinu.
Tillaga um að styrkja Kvennaathvarfið um 100.000 kr.

Samþykkt samhljóða

12.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 6

1909007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 206

1909001F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 60

1909047

Fundargerð frá 17092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.SOS - stjórn 284

1909032

Fundargerð frá 04092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Skógasafn stjórnarfundur 4 - 2019

1909051

Fundargerð frá 08082019 og ársskýrsla 2018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Félagsmálanefnd - 69 fundur

1909052

Fundargerð frá 12092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

18.Félagsmálanefnd - 70 fundur

1909056

Fundargerð frá 23092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

19.Héraðsnefnd - 3 fundur

1909053

Fundargerð frá 11092019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Aðalfundarboð

1909042

Veiðifélag Eystri-Rangár.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

21.Samband Íslenskra Sveitarfélaga - samstarf í Póllandi

1909046

EES-uppbyggingarsjóður.
Lagt fram til kynningar.

22.Merkihvoll 8a. Kaup á hluta lóðar

1903045

Niðurstaða málsins.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

23.Framtíð tónlistarskólanna

1909048

Málþing í Hörpu 27092019
Lagt fram til kynningar.

24.Fjármálaráðstefna 2019

1909050

Samband Ísl. Sveitarfélaga 3-4 október
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?