31. fundur 28. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:45 í gegnum Zoom
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættust liðir 7. Lundur - stjórnarfundur 7 og 18. Þorrablót sunnlendinga og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 13

2101010F

Lagt fram til kynningar.

2.Umhverfisnefnd - 8

2101007F

Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka ábendingar í fundargerð Umhverfisnefndar til skoðunar og eftir atvikum bæta úr verkferlum til að tryggja að mál sem eiga skv. erindisbréfi nefnarinnar að berast henni til umfjöllunar skili sér þangað.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 35

2101006F

Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 15

2101004F

Lagt fram til kynningar.

5.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 13

2101005F

Lagt fram til kynningar.

6.Lundur - stjórnarfundur 7

2101055

Liður 1 tekinn fyrir.
Óskað er eftir afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings ytra gagnvart tillögu stjórnar um að aðildarsveitarfélög Lundar gangist í ábyrgð fyrir tímabundinni hækkun yfirdráttarheimildar á rekstrarreikningi Lundar í Arionbanka. Yfirdráttur verði
hækkaður um 10 milljónir króna, fari úr 10 milljónum í 20 milljónir króna.

Samþykkt samhljóða

7.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2021

2101039

Yfirlit til ársloka 2020
KV kynnti rekstraryfirlitið. Lagt fram til kynningar.

8.Gatnahönnun Rangárbökkum

2101044

Undirbúningur hverfis
Lagt fram minnisblað varðandi undirbúning uppbyggingar í nýja hesthúsahverfinu á Rangárbökkum. Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning og leggja fram verk- og kostnaðaráætlun á næsta fundi byggðarráðs. Byggðarráð fagnar framkomnum hugmyndum hestamanna varðandi frekari skógrækt og skjólmyndun á svæðinu austan við nýja hesthúsahverfið en gæta þarf að því að leita samráðs við sveitarfélagið með endanlegar hugmyndir í þeim efnum.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi um upphreinsun skurða

2011040

Afgreiðsla á umbeðnum styrk
Lagt fram minnisblað um málið. Í ljósi aðstæðna og þess að hér er um sameignlegt hagsmunamál margra varðandi búsetu á svæðinu þá er lagt til að sveitarfélagið styrki umbeðna framkvæmd sem nemur 50% af kostnaði eða 1.300.000 kr. Varðandi þátttöku sveitarfélagsins í slíkum framkvæmdum til framtíðar litið þarf hins vegar að reikna með að gerðir séu sérstakir samningar um þetta og að fyrirfram liggi fyrir mat á þörf og kostnaði. Kostnaði verði mætt með því að ganga á handbært fé og lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt samhljóða.

10.Stafrænt ráð sveitarfélaga á Suðurlandi

2101019

Stafrænt ráð styður við stefnumótun og forgangsröðun um sameiginlega stafræna þróun sveitarfélaga. Óskað er eftir kostnaðarþátttöku Rangárþings ytra að upphæð 430.228 kr til verkefnisins.
Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið Rangárþing ytra taki þátt í að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands Íslenskra sveitarfélaga með þeim kostnaði sem kynntur var skv. meðfylgjandi kostnaðaráætlun fyrir árið 2021.

Samþykkt samhljóða og kostnaður rúmast innan málaflokks 21.

11.Sæluvellir 1. Umsókn um lóð undir hesthús

2012025

Gunnar Þorgilsson sækir um lóð nr. 1 við Sæluvelli til að byggja á henni hesthús úr steypu sbr. umsókn dags. 18.12.2020.
Tillaga er um að úthluta Gunnari Þorgilssyni lóð undir hesthús við Sæluvelli 1 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

12.Sandalda 14. Umsókn um lóð

2012021

Þorsteinn Kristinsson sækir um lóð nr. 14 við Sandöldu til að byggja á henni íbúðarhús úr timbri sbr. umsókn dags. 13.12.2020.
Tillaga er um að úthluta Þorsteini Kristinssyni lóð nr. 14 við Sandöldu á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

13.Guðrúnartún 1. Umsókn um lóð

2101045

Pétur Júlíusson sækir um lóðina Guðrúnartún 1 til að byggja á henni fjögurra íbúða raðhús sbr. umsókn dags. 25.1.2021.
Tillaga er um að úthluta Pétri Júlíussyni lóð nr. 1 við Guðrúnartún á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

14.Gaddstaðir 1, stækkun lóðar

2011031

Kaup á landreim.
Samúel Örn Erlingsson eigandi að Gaddstöðum 1 hefur óskað eftir því að fá keypta landreimina meðfram hans landi sem liggur að þjóðvegi 1. Umrætt land er um 30 m breið landræma að heildarstærð 9.074,4 m2 og hefur um langt skeið verið innan girðingar Gaddstaða 1 og ekki er fyrirsjáanleg önnur möguleg nýting á landinu. Tillaga er um að taka kauptilboðinu skv. viðmiðunarreglum sveitarfélagsins og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

15.Bjalli 1. Umsókn um stofnun lögbýlis.

2101049

Ingvar Þór Magnússon, eigandi Bjalla 1, L229405 óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 25.01.2021. Um þrjár aðskildar spildur er að ræða skv. landskiptauppdrætti dags. 14.10.2019 og er hluti af meðfylgjandi gögnum.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Bjalla 1, L229405.

Samþykkt samhljóða.

16.Hólmatjörn. Umsókn um stofnun lögbýlis

2010011

Sólveig Benjamínsdóttir, eigandi Hólmatjarnar, óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis. Umsókn dags. 9.10.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Hólmatjörn.

Samþykkt samhljóða.

17.Hugmyndagáttin og ábendingar 2021

2101011

Um sameiningaviðræður og heilsurækt
Í hugmyndagáttina hafði borist ábending um sameiningarviðræður og fyrirspurn varðandi opnun líkamsræktar. Sameiningarviðræður eru nú komnar í þann farveg að sérstök samstarfnefnd hefur það verkefni með höndum að vinna málið áfram og kynna fyrir íbúum en íbúar munu síðar á þessu ári kjósa um hvort af sameiningu verður eða ekki. Líkamsræktin á Hellu er opin en starfar eftir ströngum skilyrðum um sóttvarnir sem gilda almennt í landinu nú á tímum COVID19.

18.Þorrablót Sunnlendinga

2101058

Ósk um stuðning við rafrænt þorrablót frá Sigurgeiri Skafta Flosasyni.
Byggðarráð fagnar áhugaverðri hugmynd sem vonandi fær brautargengi hjá íbúum Suðurlands. Tillaga er um að auglýsa viðburðinn á miðlum sveitarfélagsins og hvetja íbúa til að versla þorramat í heimabyggð og njóta vel.

Samþykkt samhljóða

19.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál; Frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks,vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða(atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál; Frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
Meðfylgjandi umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál, verður send inn í samráðsgátt stjórnvalda f.h. sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

Önnur mál lögð fram til kynningar.

20.HES - stjórnarfundur 209

2101047

Óskað er eftir umsögn um vatnsvernd
Tillaga er um að drög samþykkta um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaganna á svæði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs verði vísað til Umhverfisnefndar og Skipulags- og umferðarnefndar til umfjöllunar og eftir atvikum álitsgerðar.

Samþykkt samhljóða.

21.Samstarfsnefnd um könnun á sameiningu sveitarfélaga í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

2101002

Fundargerðir 2 og 3
Til kynningar.

22.Íbúafundur um fjármál

2101048

Mánudaginn 1. febrúar 2021
Til kynningar.

23.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2021

2101051

Þingið verður 26. mars 2021
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest með rafrænum hætti í gegnum SIGNET.IS strax að afloknum fundi.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?