5. fundur 07. september 2017 kl. 20:00 - 21:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ingimar Grétar Ísleifsson aðalmaður
  • Steinn Másson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sátu fundinn Viðar Steinarsson Kaldbak og Ingvar Magnusson frá Minna-Hofi. Ársæll Jónsson forfallaðist.

1.Fjallskil 2016

1709006

Farið var yfir uppgjör og útreikninga vegna fjallskila 2016. Áætlað er að tekjur vegna ferðamanna aukist í ár.

2.Endurbætur Rangárvallaafréttur

1503018

Almenn ánægja er með þær endurbætur sem gerðar voru á réttunum sl. haust. Fara þarf yfir girðingar við réttirnar og inn við Reynifellsbrú áður en fjallferðir hefjast. ÁS fylgir því eftir við þjónustumiðstöð.

Lagt verður upp í fyrstu leit laugardaginn 9. september en réttað verður í Reyðarvatnsréttum laugardaginn 16. September og hefjast réttarstörf kl. 11:00. ÁS kemur auglýsingu í Búkollu. Lagt verður upp í aðra leit fimmtudaginn 21. September.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?