6. fundur 29. október 2025 kl. 08:15 - 10:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Eggert Valur Guðmundsson
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
  • Tómas Haukur Tómasson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Ingvar Pétur sat fundinn í fjarfundi.

1.Viðhalds og framkvæmdaáætlun 2025-2028

2408032

Tómas Haukur fór yfir stöðu viðhalds og framkvæmdamála vegna ársins 2025.

Rætt var um helstu framkvæmdar- og viðhaldsverkefni áranna 2026-2028. Unnið verði áfram með þær hugmyndir sem verða ræddar á vinnufundi byggðarráðs næstkomandi mánudag.

2.Umferðarmál 2025. Staða mála

2505035

Lagt fram til kynningar.

3.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

2209059

Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda vegna byggingu á 2. áfanga við stækkun Grunnskólans á Hellu. Niðurstaða verðkönnunar vegna vinnu við lagningu gólfdúka liggur fyrir og samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda Flotlagnir að fjárhæð kr. 23.554.340 sem er í samræmi við kostnaðaráætlun. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða.

4.Nýbygging Leikskóla.

2402047

Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda vegna byggingu á leikskóla á Hellu. Gert er ráð fyrir að jarðavinna hefjist í byrjun nóvember.

5.Íþróttavöllur Hellu færsla.

2404137

Tómas Haukur fór yfir stöðu framkvæmda við gervigrasvöllinn á Hellu.

6.Rangárljós. Gjaldskrá 2026

2510052

Rætt um forsendur fyrir breytingar á gjaldskrá Rangárljósa fyrir árið 2026.

7.Fjárhagsáætlun Rangárljósa 2026

2510051

Rætt um forsendur fyrir fjárhagsáætlun Rangárljósa, m.t.t. breytinga á gjaldskrá, fyrir árið 2026-2029.

8.Styrkvegafé 2025

2509066

Lögð fram bókun umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnar um að brýnt sé að skoðað skuli ástand brúarinnar við Reynifell og leggur til við sveitarstjórn að þrýst verði á um aðkomu Vegagerðinnar að endurbótum á brúnni, þar sem hlutverk hennar er afar mikilvægt sem flóttaleið komi til náttúruhamfara.

Lagt til að ræða við Vegaagerðina sérstaklega um brýnt viðhald brúarinnar þar sem hún gengir mikilvægu hlutverki í almannavörnum sem flóttaleið.

Samþykkt samhljóða.

9.Hraðahindranir. Tegundir og staðsetning

2508017

Lögð fram bókun skipulags- og umferðarnefndar um stöðu og skipulag á hraðahindrunum á Hellu.

Nefnin tekur undir áhyggjur skipulags- og umferðarnefndar og telur að innleiðing á gagnagrunni á gatnakerfi og umferðarmerkingum eigi að nýtast til að ákveða endanlegar staðsetningar á hraðahindrunum og öðrum umferðaröryggismálum.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:10.