14. fundur 06. maí 2024 kl. 16:30 - 18:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
  • Ösp Viðarsdóttir embættismaður
  • Jóhann G. Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Jóhann G. Jóhannsson embættismaður

1.Skoðunarskýrsla Íþróttamiðstöðva

2209081

Beiðni um að fara yfir öryggismál í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins.



Beiðni um að fara yfir öryggismál í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins.

Ekkert frést af þessari yfirferð.
Ítreka að verði farið í þessa úttekt. Fá óháðan aðila í þá úttekt.
Nefndin felur forstöðumanni íþróttamannvirkja að fylgja málinu eftir.

2.Sumarnámskeið barna 2024

2403014

Farið yfir stöðu sumarnámskeiða barna 2024,
Sumarbæklingur lagður fram til kynningar.

BMX Brós munu halda námskeið og sýningu þann 20.05 og sama dag verða félögum og aðilum með dagskrá í sumarbæklingi boðið að vera með kynningu á sumarstarfsemi sinni.

3.Samningar við íþróttafélög. Endurnýjun

2312031

Kynning á samningsdrögum við íþróttafélög. Rennt yfir samninga og rýnt í þá.



Nefndin fagnar því að skilmálar um aðgang að upplýsingum og gögnum sem sveitarfélagið óskar eftir innan skynsamlegra tímamarka séu til staðar.

Samþykkt samhljóma að verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála fundi með félögum og kynni samning hvers félags fyrir formanni eða fulltrúa félagsins og hlusti á athugasemdir.

4.Erindisbréf ungmennaráðs

2401060

Kynning á erindisbréfi ungmennaráðs.

Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

5.Frístundavefur

2404183

Kynning á sameiginlegum frístundavef RY, RE, Ásahrepps og Mýrdalshrepps.
Nefndin fagnar þessu framtaki og finnst rökrétt að Skaftárhreppi verði boðið að taka þátt.

6.Ósk um styrk vegna æfingarferðar

2403031

Styrkur vegna æfingaferðar til kynningar. Samþykkt í Byggðarráði 24.4.24

7.Íþróttamaður ársins

2305044

Velja dagsetningu til vals á Íþróttamanni ársins 2024.
Nefndin velur laugardagskvöldið 17. ágúst fyrir val á íþróttamanni ársins 2023 í kvölddagsskrá á Töðugjöldum 2024.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?