1. fundur 15. ágúst 2022 kl. 13:00 - 14:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Vetrarstarf íþróttafélaga

2208037

Farið yfir fyrirliggjandi upplýsingar um vetrarstarf íþróttafélaga í Rangárþingi ytra.
Formaður nefndarinnar hafði samband við íþróttafélögin fyrir fund og fékk upplýsingar frá Skyttunum, Golfklúbbnum á Strönd, Ungmennafélaginu Heklu, FBSH og íþróttafélaginu Garp.

Ákveðið er að boða félögin til fundar til þess að ræða vetrarstarfið og mun sveitarfélagið gefa út bækling yfir vetrarstarfið í samstarfi við félögin.

Formanni nefndarinnar falið að vinna að verkefninu áfram.

2.Heilsueflandi samfélag 2022 - 2026

2208039

Verkefnið kynnt og næstu skref ákveðin.
Farið yfir verkefnið. Formanni falið að óska eftir tilnefningum í stýrihóp.

3.Það sem koma skal

2208038

Farið yfir erindisbréf nefndarinnar ásamt því að ræða það sem koma skal í starfi nefndarinnar á kjörtímabilinu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?