3. fundur 06. september 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 6. september 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Gísli Stefánsson, varamaður f. Sigurbjart Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir sat hluta fundarins.

 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, liður 2.5 verður 2 fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands nr. 133 og 134. Fundargerð Íþrótta- og æskulýðsnefndar, 2. fundur bætist við og verður liður 1.3.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
    • Vinnuhópur um framtíð Hellubíós, 3. fundur, 12. júlí 2006.
      Kostnaðaráætlun um endurbyggingu Hellubíós hljóðar upp á 75 millj. kr. Vinnuhópurinn leggur til 2 leiðir fyrir sveitarstjórn að velja um, annars vegar að húsið verði endurbyggt í áföngum og hins vegar að húsið verði rifið.
      Oddviti lagði fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og senda fundargerðina til kynningar hjá Eignaumsjón Rangárþings ytra. Samþykkt með 4 atkvæðum (ÞTJ. IPG. HFG. GS.) 3 sátu hjá (ÓEJ. GÞ. KGM.)
    • Brunavarnir Rangárvallasýslu, 10. fundur 30. ágúst 2006.
      Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
      Jafnframt er lagt til að sveitarstjóra og oddvita verði falið að taka upp viðræður við Brunavarnir Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitina á Hellu um hugsanlega framtíðarskipan húsnæðismála slökkviliðsins á Hellu. Sömuleiðis verði falast eftir við BR að fá afnot af lóðinni Laufskálar 2 fyrir leikskólann Heklukot. Samþykkt samhljóða.
    • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 2. fundur 5. september 2006.
      Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
      Varðandi lið 2 um svæði fyrir motorsport, er lagt til að sveitarstjóri og oddviti ásamt formanni nefndarinnar ræði við Flugbjörgunarsveitina á Hellu um möguleg afnot á umræddu svæði. Varðandi lið 4 um “Skate park” svæði, er lagt til að sveitarstjóri kynni sér hugmyndina, framkvæmdakostnað og staðsetningu og geri tillögu til hreppsnefndar. Varðandi lið 3 og 5 um endurskipulagningu félagsmiðstöðvar í tengslum við ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er lagt til að sveitarstjóri vinni náið með nefndinni varðandi málið. Samþykkt samhljóða.
  2. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
    • Hreppsráð, 2. fundur, 13. júlí 2006.
    • Hreppsráð, 3. fundur, 2. ágúst, 2006
    • Hreppsráð, 4. fundur, 10. ágúst 2006
    • Hreppsráð, 5. fundur, 24. ágúst 2006
    • Sorpstöð Suðurlands, 133. stjórnarfundur, 14. júlí 2006 og 134. stjórnarfundur, 14. ágúst 2006
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, 735. fundur stjórnar, 23. júní 2006.
    • Skólaskrifstofa Suðurlands, 87. fundur, 16. ágúst 2006
  3. Beiðni um tónlistarskóla- og skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
    Tvær beiðnir um skólavist í Laugalandsskóla liggja fyrir frá nemanda úr Árborg, kt.: 100997-2749 og nemanda úr Flóahreppi, kt.:290893-2089. Sótt er um tónlistarskólavist í Tónlistarskóla FÍH fyrir nemanda með kt.: 130291-2289.
    Beiðnirnar eru samþykktar samhljóða.
  4. Lundur, dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra á Hellu, breyting á þjónusturýmum í hjúkrunarrými.
    Ólafur E. Júlíusson óskar eftir að víkja af fundi undir þessum lið og varamaður Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir sitji fundinn í hans stað. Samþykkt.
    Afrit af umsókn frá Lundi til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um breytingu á 8 þjónusturýmum í hjúkrunarrými. Margrét Ýrr, hjúkrunarforstjóri Lundar skýrði erfiða fjárhagsstöðu og þau viðbrögð sem borist hafa við umsókn Lundar, en þau eru neikvæð.
    Guðfinna Þorvaldsdóttir tilkynnti að heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir er væntanleg til fundar á Lundi 18.september nk.

    Ólafur tekur aftur sæti á fundinum.
  5. Friðrik Pálsson, Hótel Rangá, 29. ágúst 2006, sumarbústaðalóðir á Langanesi í Rangárþingi eystra.
    Bréfið er þakkað og lagt er til að sveitarstjóra og oddvita verði falið að ræða málið við bréfritara. Samþykkt samhljóða.
  6. Íþrótta- og ólympíusambandið, 24. ágúst 2006, varðar aðgang að íþróttastarfi.
    Sambandið óskar eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið eða nefndir þess hafi virka stefnu eða samþykktir er lúta beint að minnihlutahópum um að auðvelda þeim aðgang að íþróttastarfi.
    Lagt er til að erindinu verði vísað til jafnréttisnefndar og íþrótta- og æskulýðsnefndar. Samþykkt samhljóða.
  7. SASS, 28. ágúst 2006, þátttaka sveitarfélaga í kostnaði við tilraunaverkefni um ráðningu iðjuþálfa.
    Tekið er jákvætt í erindið og því vísað til fulltrúa á aðalfundi SASS. Samþykkt samhljóða.
  8. Kristján Árnason, 28. ágúst 2006, útkeyrsla á matarbökkum frá Lundi.
    Guðfinna Þorvaldsdóttir óskar eftir að víkja af fundi undir þessum lið og varamaður Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir sitji fundinn í hennar stað. Samþykkt.
    Sveitarstjóra falið að finna lausn á þessum vanda í samráði við félagsmálanefnd. Samþykkt samhljóða.

    Guðfinna tekur aftur sæti á fundinum.
  9. Unnar Stefánsson, 24. ágúst 2006, Rangárþing í vinabæjakeðju.
    Ekki er áhugi fyrir þáttöku sveitarfélagsins í vinabæjakeðju. Samþykkt samhljóða.
  10. Verklok og frágangur gatna- og lagnagerða í Ölduhverfi og Bogatúni á Hellu.
    Sviðsstjóri umhverfissviðs óskar eftir fjármagni til að fullnusta verksamning.
    Lagt er til að ljúka þessu verkefni og kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.
  11. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Flugbjörgunarsveitin á Hellu, 18. ágúst 2006, beiðni um styrk.
      FBS Hellu fer fram á styrk til að byggja upp nýliðastarf á næstu 4 árum, kr. 500þús.
      Tekið er jákvætt í erindið og komið verði á samstarfssamningi við Flugbjörgunarsveitina á Hellu.
      Samþykkt samhljóða.

      Guðfinna Þorvaldsdóttir víkur af fundi og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tekur sæti.

    • Blakdeild Dímonar, 22. ágúst 2006, ósk um niðurfellingu á gjaldi fyrir afnot af íþróttahúsi.
      Samþykkt samhljóða að verða við erindinu.
  12. Annað efni til kynningar:
    • Íbúðalánasjóður, 22. ágúst 2006, rýmingarferli.
    • Landbúnaðarstofnun, 22. ágúst 2006, fyrirkomulag varðandi smalamennsku við Hólmsárlínu.
    • Sveitarfélagið Rangárþing ytra, 28. ágúst 2006, umsókn í styrktarsjóð EBÍ.
    • Lánasjóður sveitarfélaga, 28. ágúst 2006, starfssemi lánasjóðs sveitarfélaga.
    • Varasjóður húsnæðismála, 23. ágúst 2006, upplýsingar um starfssemi sjóðsins.
    • Sigurður R. Sigurðsson og Eiður I. Sigurðsson, 21.ágúst 2006, áform um byggingu við Suðurlandsveg 4

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.

Óli Már Aronsson, fundarritari.