Einnig sátu fundinn Heimir Hafsteinsson umsjónarmaður fasteigna og Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir liðum 1 og 2.
1.Rekstraryfirlit 01032017
1703003
Rekstur til loka febrúar 2017 og staða á uppgjöri vegna 2016.
Farið yfir rekstur og framkvæmdir ársins 2016. Rekstrarniðurstaða ársins er vel innan við áætlun og munar þar mestu lægri vaxtakostnaður og söluhagnaður af íbúðinni að Breiðöldu 7 á Hellu en söluhagnaður var um 12.6 m. Fjárfestingar urðu um 2.7 m meiri en áætlað var og munar þar mestu um endurnýjun rotþróar sem var ófyrirséð. Ársreikningur verður afgreiddur á næsta fundi stjórnar. Einnig var farið yfir rekstur það sem af er ári 2017.
2.Framkvæmdaáætlun 2017
1703004
Yfirlit um stöðu framkvæmda
HH fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir ársins 2017 en stærstu verkefnin snúa að viðgerð á gafli og tengibyggingu Laugalandsskóla.
3.Leiguíbúðir Húsakynna bs
1601025
3.1 Kauptilboð í Fossöldu 1.
Fyrir fundinum lá kauptilboð í húseign byggðasamlagsins að Fossöldu 1 á Hellu að upphæð kr. 18.6 m. Tillaga er um að taka tilboðinu og er það samþykkt samhljóða. ÁS falið að ganga frá sölunni í samráði við Fannberg fasteignasölu.
3.2 Sala á Giljatanga
Fyrir fundinum liggja drög að auglýsingum vegna Giljatangaíbúðanna. Tillaga er um að fela Fannberg fasteignasölu að auglýsa eignirnar með áberandi hætti á fasteignavefjum og eftir atvikum í öðrum miðlum og er það samþykkt samhljóða. ÁS falið að fylgja þessu eftir.
Fyrir fundinum lá kauptilboð í húseign byggðasamlagsins að Fossöldu 1 á Hellu að upphæð kr. 18.6 m. Tillaga er um að taka tilboðinu og er það samþykkt samhljóða. ÁS falið að ganga frá sölunni í samráði við Fannberg fasteignasölu.
3.2 Sala á Giljatanga
Fyrir fundinum liggja drög að auglýsingum vegna Giljatangaíbúðanna. Tillaga er um að fela Fannberg fasteignasölu að auglýsa eignirnar með áberandi hætti á fasteignavefjum og eftir atvikum í öðrum miðlum og er það samþykkt samhljóða. ÁS falið að fylgja þessu eftir.
4.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
4.1 Sala húsa í Þóristungum
Fyrir fundinum liggja tillögur að auglýsingu fyrir húsin í Þóristungum. Ákveðið að auglýsa eftir tilboðum á fasteignavef Fannberg-fasteignasölu. Fasteignasalan stingur upp á að auglýsa opið hús á ákveðnum tíma á næstunni. ÁS falið að fylgja málinu eftir. Skilgreining á lóð undir húsin er í ferli hjá Ásahreppi.
4.2 Skálar á Holtamannaafrétti
Um er að ræða skála í Þúfu, Illugaveri og Hvanngili. Mikilvægt er að nýta vettvangsferð til að gera úttekt á ástandi skálanna og meta þörf fyrir viðhald og slíkt.
4.3 Heysala á Holtamannaafrétti
NJ upplýsti að skrifstofa Ásahrepps sá um heysöluna sl. ár í Þóristungum, Haldi, Hvanngili og Þúfu. Heysalan stóð undir sér á síðasta ári.
4.4 Landréttir í Réttarnesi
Rætt um viðhald á þessum menningarverðmætum og fyrirkomulagi til framtíðar. Mikilvægt er að setja saman áætlun varðandi enduruppbyggingu réttanna og áningaraðstöðu á staðnum. Einnig mætti huga að hinum fornu réttum við Hald. ÁS falið að leita upplýsinga um fyrirkomulag enduruppgerðar slíkra hlaðinna rétta í nágrannasveitarfélögum. Einnig er rétt að vera í góðu samráði við minjavörð Suðurlands um þetta málefni.
4.5 Körfuboltavöllur úti - erindi frá nemendum
Fyrir fundinum lá erindi frá nemendum við Laugalandsskóla varðandi uppbyggingu á körfuboltavelli utandyra. ÁS falið að láta meta kostnað við að koma upp slíkum velli og vísa til gerðar næstu fjárhagsáætunar.
4.6 Salernishús við Tjaldsvæði - erindi frá leigjendum
Farið yfir erindið. ÁS falið að afla staðfestingar á eignarhaldi og afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar.
Fyrir fundinum liggja tillögur að auglýsingu fyrir húsin í Þóristungum. Ákveðið að auglýsa eftir tilboðum á fasteignavef Fannberg-fasteignasölu. Fasteignasalan stingur upp á að auglýsa opið hús á ákveðnum tíma á næstunni. ÁS falið að fylgja málinu eftir. Skilgreining á lóð undir húsin er í ferli hjá Ásahreppi.
4.2 Skálar á Holtamannaafrétti
Um er að ræða skála í Þúfu, Illugaveri og Hvanngili. Mikilvægt er að nýta vettvangsferð til að gera úttekt á ástandi skálanna og meta þörf fyrir viðhald og slíkt.
4.3 Heysala á Holtamannaafrétti
NJ upplýsti að skrifstofa Ásahrepps sá um heysöluna sl. ár í Þóristungum, Haldi, Hvanngili og Þúfu. Heysalan stóð undir sér á síðasta ári.
4.4 Landréttir í Réttarnesi
Rætt um viðhald á þessum menningarverðmætum og fyrirkomulagi til framtíðar. Mikilvægt er að setja saman áætlun varðandi enduruppbyggingu réttanna og áningaraðstöðu á staðnum. Einnig mætti huga að hinum fornu réttum við Hald. ÁS falið að leita upplýsinga um fyrirkomulag enduruppgerðar slíkra hlaðinna rétta í nágrannasveitarfélögum. Einnig er rétt að vera í góðu samráði við minjavörð Suðurlands um þetta málefni.
4.5 Körfuboltavöllur úti - erindi frá nemendum
Fyrir fundinum lá erindi frá nemendum við Laugalandsskóla varðandi uppbyggingu á körfuboltavelli utandyra. ÁS falið að láta meta kostnað við að koma upp slíkum velli og vísa til gerðar næstu fjárhagsáætunar.
4.6 Salernishús við Tjaldsvæði - erindi frá leigjendum
Farið yfir erindið. ÁS falið að afla staðfestingar á eignarhaldi og afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar.
5.Vettvangsferð stjórnar
1703001
Stefnt er á eina ferð á Laugaland fyrir vorið og aðra inn á Holtamannaafrétt í sumar.
Ákveðið að næsti fundur verði haldinn á Laugalandi og þá verði húsakynni og aðrar eignir í umsjá Húsakynna skoðuð. Einnig er ákveðið að fara í vettvangsferð inn til fjalla í júní þegar fært verður. Fararstjóri verður Karl Ölvisson.
6.Önnur mál
1703002
Engin.
Fundi slitið - kl. 13:00.