7. fundur 07. júní 2016 kl. 17:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Drög að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks

1606013

Drög að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks
Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

2.Styrkbeiðni borðtennis

1604045

Styrkur vegna æfingarbúða í borðtennis.
Nefndin leggur til að veittur veðri 30.000 kr styrkur samkvæmt drögum að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks yngri en 18 ára.

3.Beiðni um styrk vegna keppnisferðar

1506036

Ósk um styrk vegna keppnisferðar í glímu
Nefndin leggur til að veittur verði 50.000 kr styrkur samkvæmt drögum að reglum vegna styrkveitinga til afreksfólks yngri en 18 ára.

4.Erindi vegna hlaupabrautar

1603009

Nefndin telur nauðsynlegt að farið verði yfir stöðu íþróttamannvikja í sveitarfélaginu og tekið verði tillit til erindisins þar. Marka þarf almenna framtíðarsýn og mun nefndin og starfsmaður hennar vinna að því og leita til viðeigandi aðila. Farið verður af stað með vinnuna í ágúst 2016 og skal henni lokið á fyrstu mánuðum ársins 2017.

5.Umsókn um rekstrarstyrk til Umf. Framtíðarinnar

1605024

Ósk um að gerður verði samningur um reglubundinn styrk.
Nefndin leggur til að starfsmaður nefndarinnar óski eftir frekari upplýsingum frá Ungmennafélaginu Framtíðinni og vinni að drögum að samningi.

6.Hreyfivika

1601049

Frábær árangur sundlaugarinnar á Hellu í hreyfiviku UMFÍ og almenn þátttaka í sveitarfélaginu.
Íþrótta- og tómstundanefnd vill hrósa Ungmennafélaginu Framtíðinni og Sundlauginni á Hellu fyrir þátttöku sína í hreyfiviku. Sundlaugin á Hellu náði þeim frábæra árangri að vinna sveitarfélagakeppni á landsvísu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?