9. fundur 16. nóvember 2016 kl. 16:30 - 17:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson varamaður
  • Þórhallur Svavarsson varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Fundurinn var haldinn í fundarsal á skrifstofu Rangárþings ytra, Laugum.

1.Tillögur að gjaldskrám Íþróttamiðstöðva

1611029

Samkvæmt 3.gr. erindisbréfs Íþrótta- og tómstundanefndar þá er hlutverk nefndarinnar að fara með málefni íþrótta- og tómstundamála í sveitarfélaginu og vera ráðgefandi til sveitarstjórnar um þau mál. Eitt af þeim hlutverkum felur í sér að 'Veita umsögn um tillögur að gjaldskrám til sveitarstjórnar'.
Nefndin leggur til tvær breytingar:

1. Árskort aldraðra og öryrkja búsetta utan sveitarfélags hækki úr 4.000 kr í 5.000 kr.

2. Þegar sundlaug er leigð út í innri leigu þarf það að koma fram í gjaldskránni að það sé til innri leigu.

Að öðru leyti samþykkir nefndin tillöguna.

2.Fjárhagsáætlun Íþrótta- og tómstundamála

1611030

Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundamála. Þórhallur Svavarsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Klara Viðarsdóttir aðalbókari mæta undir þessum lið og kynna áætlunina fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?