14. fundur 11. janúar 2018 kl. 17:30 - 18:30 Fundarsal Heklu fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Sindri Snær Bjarnason formaður
  • Hjördís G Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðjón Gestsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Kynning á framkvæmdum tengdum íþrótta- og æskulýðsmálum á árinu 2018.

1801017

Ágúst Sigurðsson fór yfir framkvæmdir á áætlun vegna íþrótta- og æskulýðsmála á árinu 2018.

2.Íþróttamaður Rangárþings ytra 2017

1801016

Óska þarf eftir tilnefningum og í framhaldi veita viðurkenningu fyrir íþróttamann ársins 2017.
Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþrótta- og æskulýðsfélögum og auglýsa í Búkollu. Frestur er veittur til 23. janúar til að skila inn tilnefningum. Verðlaunahátíð verður ákveðin á næsta fundi.

3.Framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþrótta- og æskulýðsfélaga

1801014

Ákveðið var á síðasta fundi okkar að vinna að framtíðarsýn í aðstöðumálum til íþróttaiðkunar og samvinnu íþróttafélaga. Markaðs- og kynningarfulltrúi fer yfir stöðu málsins.
Markaðs- og kynningarfulltrúi fór yfir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?