18. fundur 06. desember 2023 kl. 08:15 - 10:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1-2.

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir jan.-okt/nóv. 2023. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun með viðaukum.

2.Brú lífeyrissjóður - lífeyrisskuldbinding

2311066

Gögn frá Brú lífeyrissjóði
Lagðar eru fram upplýsingar frá Brú lífeyrissjóði vegna aukaskuldbindinga vegna þeirra starfsmanna sem falla undir Odda bs. sem voru á lífeyri og þeirra sem voru 60 ára og eldri þegar samkomulag var gert milli sveitarfélagana og Brú um uppgjör lífeyrisskuldinga 31. maí 2017. Gert er ráð fyrir að þær auka lífeyrisskuldbindingnar sem falla á Odda bs. séu um 11, 6 millj. og árlega greiðslu að fjárhæð ca. kr. 670.000.

Lagt fram til kynningar.

3.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2306009

Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og gera grein fyrir stöðu mála í sínum skólum og gerðu einnig grein fyrir greiningarlíkönum sem hafa verið gerð vegna stöðugilda og útfærslu þeirra í leikskólunum.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

4.Upplýsingar til sveitarfélaga frá fræðsluyfirvöldum í Grindavík

2311043

Upplýst er að þrjú börn séu samtals í leik- og grunnskólum Odda á vegum fræðsluyfirvalda í Grindavík vegna afleiðinga jarðhræringana.

5.Skólastjóri Laugalandsskóla

2311063

Lagt fram uppsagnarbréf frá Yngva Karli Jónsyni skólastjóra Laugalandsskóla.

Stjórn Odda þakkar Yngva Karli fyrir góð störf og felur formanni stjórnar og framkvæmdastjóra Odda bs. að vinna málið áfram. Samkomulag er um að aðstoðarskólastjóri taki við störfum skólastjóra tímabundið.

Samþykkt samhljóða.

6.Þróun grunnskólastarfs. Úttekt

2311033

Lagður fram samningur milli Odda bs. og Skólastofunnar slf um mat á Grunnskólanum á Hellu og Laugalandsskóla á vormisseri 2024.

Stjórn Odda bs. samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

7.Rekstrarkostnaður Grunnskóla 2022

2311061

Farið var yfir samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstarkostnað grunnskóla á Íslandi á árinu 2022. Þar kemur fram að nettórekstarkostnaður án innri leigu og áhrifa skólaaksturs á nemanda í Grunnskólanum á Hellu er kr. 2.585.000 (brúttó 2.867.000) (2021 kr. 2.223.000 (brúttó 2.428.000)) og Laugalandsskóla kr. 2.092.000 (brúttó 2.567.000) (2021 kr. 2.007.000 (brúttó 2.437.000)).

Lagt fram til kynningar.

8.Námsleyfi starfsmanna grunnskóla

2311065

Ræddar voru hugmyndir að útfærslum vegna námsleyfi starfsmanna í grunnskólum Odda bs.

Nánari útfærslu vegna námsleyfa starfsmanna í grunnskólum er vísað til vinnu vegna úttektar á þróun grunnskólastarfs.

Samþykkt samhljóða.

9.Tillaga D lista um samstarfssamning við Samtökin ´78

2301008

Lagður fram drög að samstarfssamningi við Samtökin 78 og Rangárþings eystra og Odda bs. fyrir árin 2024-2026.

Lagt til að samningurinn verði samþykktur og framkvæmdastjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

10.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2023

2310091

Lagt fram til kynningar.
Gert er ráð fyrir að næsti fundur stjórnar Odda bs. verði miðvikudaginn 31. janúar 2024.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?