1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2025
2503077
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-maí 2025.
2.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit 2025.
2501053
Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri grunnskólans á Laugalandi, Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi, Krístín Ósk Ómarsdóttir, verðandi leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og fara yfir stöðu mála í sínum skólum.
Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar. Grunn- og leikskólarnir eru fullmannaðir fyrir næsta skólaár og fyrirséð að öll börn fái vistun á leikskólum Odda bs.
Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar. Grunn- og leikskólarnir eru fullmannaðir fyrir næsta skólaár og fyrirséð að öll börn fái vistun á leikskólum Odda bs.
3.Áhrif kjarasamnings við kennara
2503015
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra aðildarsveitarfélagana varðandi viðbrögð skólana vegna áhrifa kjarasamninga kennara.
Stjórn leggur til að tillögunum verði vísað til vinnu við viðauka við fjárhagsáætlun Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
Stjórn leggur til að tillögunum verði vísað til vinnu við viðauka við fjárhagsáætlun Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
4.Þróun leikskólastarfs
2403081
Lagðar fram niðurstöður foreldarakannana í leikskólanum vegna nýrrar gjaldskrár Odda bs. og starfsmannakannnir í leikskólunum.
Stjórn Odda vísar niðurstöðu foreldrakönnunar til frekari úrvinnslu og frestar afgreiðslu málsins til næsta stjórnarfundar Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
Stjórn Odda vísar niðurstöðu foreldrakönnunar til frekari úrvinnslu og frestar afgreiðslu málsins til næsta stjórnarfundar Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
5.Lok leikskólanáms og þjónusta við grunnskólabörn.
2505070
Lögð fram tillaga leikskólastjóra leikskóla Odda bs. að börn ljúki leikskólanámi sínu í síðasta lagi 31. júlí ár hvert. Jafnframt verði boðið upp á skráningardaga skv. gjaldskrá Odda bs. fyrir börn úr elsta árgangi sem ekki hafa önnur úrræði en að koma aftur á leikskólann að sumarleyfi loknu. Foreldrar þurfi að skrá börnin með góðum fyrirvara, fyrir sumarlokun, svo hægt sé að bregðast við þeim fjölda sem von er á.
Lagt til að tillagan sé samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að tillagan sé samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
6.Lokaskýrsla ytra mats Leikskólans á Laugalandi
2505046
Lögð fram lokaskýrsla vegna ytra mats á leikskólanum á Laugalandi.
Lagt til að lokskýrslan verði staðfest.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að lokskýrslan verði staðfest.
Samþykkt samhljóða.
7.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2025
2501022
Lagðar fram upplýsingar um framkvæmd íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2025.
Lagt til að kalla eftir aðgengilegri skýrslu/samantekt um niðurstöðu rannsóknarinnar í grunnskólum Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
Lagt til að kalla eftir aðgengilegri skýrslu/samantekt um niðurstöðu rannsóknarinnar í grunnskólum Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
8.Beiðni um skólaakstur - Grunnskólinn á Hellu
2505032
Lögð fram beiðni Jóns Sæmundssonar og Guðrúnar Láru Sveinsdóttur um að sonur þeirra fái skólaakstur í Grunnskólann á Hellu næsta skólaár.
Stjórn Odda bs. getur ekki orðið við erindinu þar sem umsækjendur búa í skólahverfi Laugalandsskóla og ekki er gert ráð fyrir skólaakstri á milli skólahverfa skv. reglum Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
Stjórn Odda bs. getur ekki orðið við erindinu þar sem umsækjendur búa í skólahverfi Laugalandsskóla og ekki er gert ráð fyrir skólaakstri á milli skólahverfa skv. reglum Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
9.Starfsmannakönnun 2025. Heklukot
2505061
Lagt fram til kynningar.
10.Árskýrsla skólaþjónustunnar 2024-2025
2506068
Lagt fram til kynningar.
Stjórn ákveður að næsti stjórnarfundur Odda bs. verði mánudaginn 18. ágúst nk. kl. 8:15.
Fundi slitið - kl. 10:25.