3. fundur 21. mars 2016 kl. 10:00 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir aðalbókari undir liðum 1 og 2.

1.Rekstraráætlun 2016 - Oddi bs

1603030

Enduruppsett rekstraráætlun fyrir Odda bs.
Lögð fram enduruppsett rekstraráætlun fyrir Odda bs. þar sem búið er að sameina og aðlaga rekstrarliði úr fyrra rekstrarformi. Raunkostnaður hvors sveitarfélags eru skv. þessari áætlun 49.905 þ., Rangárþing ytra, og 8.126 þ., Ásahreppur, á mánuði.Lagt fram til kynningar.2.Rekstraryfirlit Oddi 21032016

1603029

Yfirlit um rekstur jan-feb 2016.
Lagt fram til kynningar.

3.Átak til eflingar leikskólastigsins

1601023

Framhaldsumræða um afrakstur vinnu starfshóps á vegum fræðslunefndar.
Tillaga er um að efna til átaks til eflingar leikskólastigsins. Aukinn kostnaður á árinu 2016 er áætlaður um 3 m. króna miðað við að kostnaður við átakið reiknist frá og með 1. september. Stjórn óskar eftir þessu aukaframlagi frá sveitarfélögunum fyrir árið 2016.Samþykkt samhljóða.

4.Vistun á leikskóla eftir sumarlokun

1601019

Kostnaður og aðrar forsendur.
Fyrir liggur minnisblað. Eftir skoðun málsins telur stjórn Odda best að halda áfram með núverandi fyrirkomulag.Samþykkt samhljóða.

5.Yfirlit um fjölda rýma á leikskólum Odda bs.

1603046

Til kynningar.
Fyrir liggur að 75 börn eru í Heklukoti og 33 í Leikskólanum á Laugalandi og teljast báðir leikskólarnir fullskipaðir nú um stundir. ÁS falið að taka saman tölur um þróun fjölda undanfarin ár og í fyrirsjáanlegri framtíð. Einnig tölur um grunnþarfir í rými skv. reglum þar um og leggja fram á næsta fundi.Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?