7. fundur 24. október 2016 kl. 16:00 - 19:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
  • Sigurjón Bjarnason embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Auður Erla Logadóttir embættismaður
  • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elín Grétarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Til fundarins eru sérstaklega boðaðir skólastjórar og aðrir áheyrnarfulltrúar skólanna til þátttöku í dagskrárliðum 1-4. Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga sat fundinn undir liðum 1-4. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 5 og 6.

1.Vinnureglur stjórnar Odda bs

1512030

Farið yfir vinnureglur stjórnar Odda hvað varðar fyrirkomulag funda með áheyrnarfulltrúum í fræðslumálum.
Farið var yfir þær vinnureglur sem settar hafa verið hvað varðar fundi hjá stjórn Odda bs. þar sem áheyrnarfulltrúar eru boðaðir sérstaklega.

2.Mannauðsmál skólanna

1610046

Í skólastefnu er kveðið á um að í upphafi skólaárs skulu skólastjórar gera fræðslunefnd grein fyrir stöðunni í starfsmannamálum hvað varðar starfsþróun/endurmenntun

og leggja fram áætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
Skólastjórar fóru yfir mannauðsmál í hverjum skóla fyrir sig og lögðu fram gögn þar um. Endurmenntunaráætlun er að stórum hluta sameiginleg fyrir skólana í gegnum góða samvinnu við Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu en einnig einstaklingsbundin eftir frumkvæði og óskum einstakra kennara. Hlutfall fagmenntaðra kennara er of lágt í leikskólunum en ánægjulegt er að hvatning til náms í formi námsstyrkja hefur skilað sér í því að 4 starfsmenn leikskólanna eru nú í námi. Hlutfall fagmenntaðra í grunnskólunum hefur verið mjög ásættanlegt en þó eru viss teikn um að dregið hafi úr endurnýjun í kennarastétt.

3.Aðstaða og búnaður skólanna

1610047

Skólastefna kveður á um að árlega meti skólastjórar þörf fyrir endurnýjun kennslutækja, þörf fyrir annan búnað og húsnæði í samræmi við þróun nemendafjölda og kennsluhátta og upplýsi fræðslunefnd um stöðu mála.
Skólastjórar fóru yfir stöðu mála hvað varðar búnað og aðstöðu og lögðu fram efni þar um. Margt gott má segja um aðstöðu og búnað en umhirðu útisvæða þarf að bæta og viðhaldsvinna er orðin aðkallandi sums staðar m.a. hvað varðar málningu. Mikilvægt er að herða á framkvæmdahlið þeirra mála sem sett hafa verið á áætlun. Þau atriði sem komu fram og rætt var um munu síðan skila sér inn í heildaráætlun fyrir Odda bs.

4.Skóladagatöl 2017-2018

1610045

Undirbúningur að skóladagatölum næsta skólaárs. Í skólastefnu er talað um að við gerð skóladagatals komandi árs skuli leitað leiða til að samræma undirbúnings- og starfsdaga.
Rætt var um vinnulag við gerð skóladagatala og helstu áherslur hvað það varðar. Allir voru sammála um að halda áfram með sameiginlegan starfsdag skólastarfsfólks í upphafi skólaárs sem gerð var tilraun með nú í haust. Þá var einnig rætt um möguleika til þess að vera með sameiginlegan skóladag þar sem allir skólarnir kæmu að og tækju þátt. Reiknað er með að sumarfrí verði með sama fyrirkomulagi og verið hefur.
Áheyrnarfulltrúar luku fundarsetu sinni kl. 18:30

5.Rekstraryfirlit Oddi 24102016

1610044

Yfirlit um tekjur og gjöld til loka september.
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstraráætlun 2017 - Oddi bs.

1610048

Drög að fjárhagsáætlun næsta árs.
Fyrstu drög að rekstraráætlun fyrir Odda bs. lögð fram. Ákveðið að boða til vinnufundar þriðjudaginn 1. nóvember kl 12:30-15:30 þar sem fundað verður með skólastjórum.

7.Umsókn um námsstyrk til náms í leikskólafræðum.

1609035

Umsóknir frá Ínu Karen Markúsdóttur, Hjördísi Báru Sigurðardóttur og Sigdísi Oddsdóttur.
Fyrir fundinum lágu 3 umsóknir um námsstyrki. Umsóknirnar eru allar í samræmi við reglur Odda bs. og voru samþykktar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?