19. fundur 13. nóvember 2017 kl. 09:00 - 12:40 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 5. Leikskólinn á Laugalandi - ný deild. Það var samþykkt. Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir og Bjarni Jón Matthíasson (liður 5).

1.Rekstraryfirlit Odda bs 31102017

1711017

Yfirlit um rekstur byggðasamlagsins fram til loka október 2017.

2.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Odda bs 2017

1711018

Lögð fram tillaga að viðauka 1 fyrir fjárhagsáætlun 2017 fyrir Odda bs. Gert er ráð fyrir breytingu á fjárhagsáætlun Odda bs. til lækkunar að fjárhæð kr. 26.025.000. Þar af hækka tekjur um 6,85 millj., laun lækka um 22,65 millj., annar rekstrarkostnaður hækkar um 2,95 milljónir og innri leiga hækkar um 0,525 milljónir.

Samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrá Odda bs 2018

1711019

Drög að gjaldskrá 2018 fyrir byggðasamlagið Odda.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs. Gjaldskráin er óbreytt frá síðasta ári nema hvað gert er ráð fyrir að gjöld fyrir leikskóla lækki um 1/3 og skóladagheimili sem nemur 1/4.

Samþykkt samhljóða.

4.Rekstraráætlun 2018 - Oddi bs

1709025

Drög að fjárhagsáætlun fyriri Odda bs árið 2018.
Lögð fram og rædd drög að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir Odda bs. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 811.280.000 sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 688.184.153 og hlutur Ásahrepps 123.095.847. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2017 sem er 202 grunnskólabörn og 103 leikskólabörn sem eru 138.9 barngildi.

Tillaga um að samþykkja fjárhagsáætlun 2018 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

5.Leikskólinn Laugalandi - ný deild

1704044

Kostnaður við opnun nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi.
BJM kom til fundar og fór yfir kostnað við opnun nýrrar leikskóladeildar á Laugalandi. Áætlun miðaði við 10 m en kostnaður reyndist 2 m. umfram kostnaðaráætlun. Ákveðið að fela skrifstofu Rangárþings ytra að greina kostnaðinn betur niður á verkliði.

Fundi slitið - kl. 12:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?