24. fundur 07. maí 2018 kl. 13:00 - 15:40 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 04052018

1805003

Yfirlit um rekstur Odda bs. á fyrsta ársfjórðungi 2018.
Lagðar fram rekstrartölur fyrir Odda bs fram til loka marsmánuðar 2018.

2.Leikskólinn Laugalandi - erindi frá leikskólastjóra

1805004

Erindi um starfsauglýsinginar og leyfi.
Erindin lögð fram og rædd. Tillaga um að fela ÁS að ræða við leikskólastjóra um mögulega útfærslu og leggja fram á næsta fundi Odda bs sem áætlaður er 14 maí nk.

Samþykkt samhljóða.

3.Skóladagatöl 2018-2019

1805005

Drög að skóladagatölum 2018-2019.
Lögð fram drög að skóladagatölum til kynningar. Í takt við skólastefnu Odda bs er lögð áhersla á að samræma undirbúnings- og starfsdaga eins og frekast er kostur. Samkvæmt drögum að skóladagatölum eru þeir samræmdir að litlum hluta en stjórn Odda bs leggur til við skólastjórnendur að leita leiða til að samræma skóladagatölin að þessu leiti enn frekar áður en þau verða lögð fram á vorfundi Odda bs sem haldinn verður 14. maí n.k. Stjórn Odda bs leggur til við skólastjórnendur að a.m.k. 3 starfsdagar séu samræmdir milli skólanna og allir innan hvors skólahverfis.

Samþykkt samhljóða.

4.Nemendur Odda 2017-2018

1709024

Fjöldi nemenda hjá Odda bs í maí 2018 og spá fyrir haustið.
Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda. Fyrirsjáanlegt er að börnum á Heklukoti kemur til með að fjölga um a.m.k. 10 börn í haust miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir núna. Mikilvægt er því að huga að stöðunni m.t.t. aðstöðu og starfsfólks í samráði við leikskólastjóra.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?