1. fundur 21. ágúst 2018 kl. 15:00 - 17:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir oddviti
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýrsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 2.

1.Verkaskipting og fyrirkomulag í samræmi við samþykktir

1808015

Yfirferð og kynning á samþykktum og þjónustusamningi.
Í upphafi fundar var farið yfir samþykktir fyrir Odda bs. Þar kemur fram í 3. gr að lögð skuli fram í upphafi kjörtímabils áætlun til næstu fjögurra ára um eflingu skólastarfsins. Ákveðið að leggja fram drög að slíkri langtímaáætlun á næsta fundi Odda bs., í samráði við skólastjórnendur, sem jafnframt er s.k. haustfundur. ÁS falið að kalla eftir gögnum frá skólastjórnendum. Í 10. gr kemur fram að samþykktir byggðasamlagsins skuli endurskoðaðar fyrir árslok 2018. Einnig var farið yfir gildandi þjónustusamning Odda bs við Rangárþing ytra.

2.Rekstraryfirlit Odda bs 16082018

1808013

Yfirlit um launakostnað og rekstur Odda bs jan-júl 2018
Farið yfir rekstur Odda bs janúar til júlí.

3.Nemendur Odda 2018-2019

1808012

Yfirlit frá skólastjórum um fjölda nemenda á komandi vetri.
Lagðir fram til kynningar listar yfir skráða nemendur í öllum skólum Odda bs haustið 2018. Fjöldi nemenda er sem hér segir:
Leikskólinn á Laugalandi: 38
Leikskólinn Heklukot: 72
Grunnskólinn á Hellu: 121
Grunnskólinn á Laugalandi: 76

Umræður urðu um aðstöðu og mannafla á leikskólum Odda bs. ÁS falið að kalla eftir frekari upplýsingum um hámarksfjölda rýma á leikskólunum miðað við hámarksnýtingu húsnæðis og leggja fram á næsta fundi.

4.Erindi vegna skólaaksturs í Laugalandsskóla

1805025

Búnaður skólabíla og reglur þar um.
Fyrir fundinum lá erindi frá foreldrum barna við Laugalandsskóla þar sem þeim áhyggjum er lýst að öryggi sé ekki nægt í skólabíl og sæti séu án höfuðpúða og ekki með þriggja punkta belti. Upplýsingar liggja fyrir frá skólastjóra að bætt hafi verið úr með höfuðpúða þannig að allar skólabifreiðar á vegum Odda bs eru með höfuðpúðum. Þá liggur það fyrir að bifreiðarnar uppfylla núverandi kröfur hvað öryggi varðar sbr. reglur þar um. Tillaga er um að yfirfara reglur um skólaakstur á vegum Odda bs og var hún samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um námsvist

1808017

Umsókn frá Hafnarfjarðarkaupstað um námsvist.
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?