14. fundur 21. maí 2019 kl. 14:00 - 15:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 21052019

1905025

Yfirlit um rekstur jan-apríl 2019
KV kynnti relstraryfirlit Odda bs fyrir fyrsta ársfjórðung 2019.

2.Skóladagatöl 2019-2020

1905027

Lögð fram drög að skóladagatölum til kynningar. Í takt við skólastefnu Odda bs er lögð áhersla á að samræma undirbúnings- og starfsdaga eins og frekast er kostur. Samkvæmt drögum að skóladagatölum eru þeir samræmdir að litlum hluta en stjórn Odda bs leggur til við skólastjórnendur að leita leiða til að samræma skóladagatölin að þessu leiti enn frekar áður en þau verða lögð fram á vorfundi Odda bs sem haldinn verður mánudaginn 27. maí n.k. Stjórn Odda bs leggur til við skólastjórnendur að a.m.k. 3 starfsdagar séu samræmdir milli skólanna og allir innan hvors skólahverfis. Jafnframt leggur stjórnin til að haldinn verði Oddadagur 19. ágúst og kallar eftir hugmyndum um efnistök frá skólastjórnendum.

Samþykkt samhljóða.

3.Skólaakstur á aksturssvæði Odda bs

1709030

Túlkun á biðtíma
Óskað hefur verið eftir því reglur um biðtíma verði skýrðar betur þannig að auðveldara sé að fylgja þeim. Tillaga er um að reglurnar orðist svo:
Greiðslur fyrir biðtíma bílstjóra við akstur skólabarna t.d. á viðburði á
vegum skólanna verði kr. 4.500 á hvern byrjaðan klukkutíma. Þessi fjárhæð uppreiknast skv. launavísitölu á sama tíma og aksturstaxtar eru uppreiknaðir. Ef aksturinn fellur ekki að reglubundnum skólaakstri þá er biðtími greiddur. Ekki er greitt fyrir akstur skólabílstjóra heim til sín meðan beðið er, þegar greitt er fyrir biðtíma.

Samþykkt samhljóða.

4.Mannauður leikskólanna

1905035

Ályktun frá sveitarstjórn Rangárþings ytra og frá foreldrafélagi Heklukots.
Fyrir liggja ályktanir frá foreldrafélagi Heklukots og sveitarstjórn Rangárþings ytra þar sem lýst er áhyggjum af mannauði leikskólanna þar sem erfiðlega hefur gengið að tryggja fulla mönnun undanfarin misseri. Stjórn Odda bs deilir þessum áhyggjum og telur nauðsynlegt að leita leiða til þess að bæta stöðuna. Tillaga er um að skipa starfshóp til að vinna að tillögum til úrbóta. Haraldur Eiríksson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Ásta Berghildur Ólafsdóttir verði fulltrúar Odda bs. Mikilvægt er að fulltrúar foreldra og fagfólks verði þátttakendur í þessari vinnu. Útfærsla þessarar hugmyndar verði rædd á vorfundi Odda bs n.k. mánudag 27. maí.

Samþykkt samhljóða.

5.Erindi frá leikskólastjórum um biðlista, forgangsröðun og leikrými

1904054

Skýrslur og minnisblöð.
5.1 Reglur varðandi biðlista
Tillaga er um að sérstakar reglur verði um eftirfarandi sem leikskólastjórar hefðu til hliðsjónar:

1. Þeir sem hafa fengið pláss á öðrum hvorum leikskólanum falla út af biðlista á hinum ef um það er að ræða en geta sótt um að nýju á næsta skólaári.

2. Starfsmenn í amk 50% starfshlutfalli njóta forgangs eins og verið hefur en þá með tryggt pláss í samsvarandi hlutfalli og starfshlutfallið er. Miðað er við að um sé að ræða fastráðningu.

Samþykkt samhljóða.

5.2 Rými á leikskólum.
Lagðar fram nýlegar skýrslur frá nokkrum sveitarfélögum varðandi rými ofl. á leikskólum. Stjórn Odda bs leggur áherslu á að þessum gögnum ásamt þeim upplýsingum sem aflað verður í leikskólaheimsóknum sem nú standa yfir verði safnað í hnitmiðaða skýrslu sem vinna megi frekar með.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?