Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 1-5.
1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020
2001020
Yfirlit um rekstur janúar-september
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstraryfirlit Odda bs fyrir mánuðina janúar-september 2020.
2.Rekstraráætlun Odda bs 2020 - viðauki 1
2010026
Viðauki vegna launahækkana.
Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2020. Greinargerð fylgir viðaukanum. Viðaukinn er að megninu til vegna kjarasamningshækkana á árinu 2020 og er til hækkunar á rekstrargjöldum Odda bs að upphæð 57.500.000 kr. Viðaukanum er mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna en hlutur Rangárþings ytra er 49.448.423 kr og hlutur Ásahrepps er 8.051.577 kr.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
3.Ársreikningur Odda bs 2019
2003023
Staðfesting á afgreiðslu stjórnar frá fundi 24.03.2020.
Stjórn staðfesti afgreiðslu stjórnar frá fundi 24.03.2020 með áritun (rafrænni áritun) á ársreikninginn.
4.Rekstraráætlun 2021 - Oddi bs
2009040
Undirbúningur fjárhagsáætlunar, forsendur og skipulag - fundir með skólastjórum.
Rætt um forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2021. Ljóst er að hækkun útgjalda verður u.þ.b. 50 mkr ef ekki koma til neinar mótvægisaðgerðir. Fundir verða með forstöðumönnum stofnana dagana 2-4 nóvember n.k. Lagt er upp með að gjaldskrá Odda bs verði hækkuð í samræmi við vísitölu.
5.Stytting vinnuvikunnar - útfærsla
2010017
Leikskólinn Laugalandi
Farið var yfir stöðu vinnu varðandi útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Skólarnir eru komnir mislangt í sinni tillögugerð en fyrir liggur tillaga að fyrirkomulagi frá Leikskólanum á Laugalandi. Gert er ráð fyrir að ræða þessi atriði við forstöðumenn á vinnufundum í byrjun nóvember en lagt er upp með að fyrirkomulagið verði tekið upp frá og með næstu áramótum.
6.Erindi um skóladagheimili
2010013
Frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu
Fyrir liggur erindi frá Foreldrafélagi Grunnskólans á Hellu þar sem lýst er yfir áhyggjum af aðbúnaði barna á skóladagheimilinu hvað varðar rými, hljóðvist og fjölda starfsmanna. ÁS falið að funda með skólastjórnendum, leita leiða til úrbóta og leggja tillögur fyrir næsta reglulega fund stjórnar Odda bs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Nýr leikskólastjóri Heklukoti
2009056
Fyrirkomulag við úrvinnslu umsókna.
Umsóknarfrestur um stöðu leikskólastjóra við Heklukot rennur út í dag 20. október og þegar hafa borist nokkrar umsóknir. Ákveðið að fela Björk, Margréti Hörpu, Valtý og Ágústi að undirbúa og taka viðtöl við alla umsækjendur og leggja tillögu um ráðningu fyrir næsta reglulega fund Odda bs.
8.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19
2003021
Ýmis atrið vegna COVID
Lagðar fram upplýsingar frá sóttvarnaryfirvöldum varðandi takmarkanir á skólastarfi vegna farsóttar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest með tölvupósti strax að fundi loknum.
Fundi slitið - kl. 10:15.