50. fundur 19. apríl 2022 kl. 08:15 - 10:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir 1. lið og eins komu til fundar undir sama lið Kristín Sigfúsdóttir og Yngvi Karl Jónsson skólastjórar. Haraldur Eiríksson og Ásta Berghildur Ólafsdóttir voru í Teams fjarfundi.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2022

2201036

Rekstur jan-mars.
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstur Odda bs. Skólastjórar grunnskólanna mættu til fundar og fóru yfir rekstur fyrsta ársfjórðungs.

2.Skóladagatöl 2022-2023

2203085

Fyrstu drög lögð fram.
Ræddar fyrstu hugmyndir að skóladagatölum. Kanna þarf betur með tímasetningu sumarleyfa ofl. en skóladagatölin verða tekin til formlegrar afgreiðslu á vorfundi Odda bs. Stjórn Odda bs hvetur skólastjórnendur eindregið til þess að samræma starfsdaga eins og frekast er kostur. Sérstaklega er mikilvægt að starfsdagar séu samræmdir innan skólahverfa. Stjórn Odda bs telur mikilvægt að halda sérstakan Oddadag og felur ÁS að leita eftir hugmyndum hjá skólastjórnendurm og skólaþjónustu að dagskrá fyrir slíkan dag.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest með SIGNET.IS að fundi loknum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?