4. fundur 10. október 2022 kl. 16:00 - 17:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson Sveitarstjóri
Á haustfund Odda bs. mæta einnig:
Sigrún B. Benediktsdóttir embættismaður
Ingigerður Stefánsdóttir embættismaður
Kristinn Ingi Austmar Guðnason embættismaður
Jónas B. Magnússon embættismaður
Hafdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Guðmundur Bragason áheyrnarfulltrúi
Hjördís Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
Inga Lára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Jóhanna Hlöðversdóttir áheyrnarfulltrúi
Hrafnhildur Andrésdóttir áheyrnarfulltrúi

1.Mannauðsmál skólanna

1610046

Í upphafi skólaárs skulu skólastjórar gera fræðslunefnd grein fyrir stöðunni í starfsmannamálum hvað varðar starfsþróun og endurmenntun og leggja fram áætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
Skólastjórar leik- og grunnskóla fóru yfir starfsmannamál og áætlanir um endur- og símenntun og lögðu fram gögn til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Einnig fóru þeir yfir fjölda nemenda við hvern skóla. Alls eru 230 börn í grunnskólum 2022 en voru 214 haustið 2021 og 126 börn í leikskólunum 2022 en voru 110 haustið 2021.

2.Aðstaða og búnaður skólanna

1610047

Árlega meti skólastjórar þörf fyrir endurnýjun kennslutækja, þörf fyrir annan búnað og húsnæði í samræmi við þróun nemendafjölda og kennsluhátta og upplýsi fræðslunefnd um stöðu mála.
Skólastjórar leik- og grunnskóla greindu frá stöðu mála varðandi búnað og aðstöðu og fóru yfir atriði sem snúa að þróun skólastarfsins. Þá lögðu þeir fram gögn um þessi atriði til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Nánar verður unnið með þessi atriði nú þegar vinna við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir næsta ár er hafin.

3.Staða náms- og starfsráðgjafa

2209077

Erindi frá stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárv/V-Skaft. um fyrirkomulag og staðsetningu á náms- og starfsráðgjöfum.
Tekið var fyrir erindi frá stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárv/V-Skaft. um fyrirkomulag og staðsetningu á máms- og starfsráðgjöfum. Rætt var um kosti og galla þessa hvernig best væri að koma fyrir þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

Stjórn Odda leggur til að náms- og starfsráðgjöf verði ekki sinnt af skólaþjónustunni eins og verið hefur og felur skólastjórum grunnskólanna að leggja til framtíðarfyrirkomulag þjónustunnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Fundargerð 20.Samráðsfundur með fræðslustjórum og sveitarstjórum

2209080

Fundargerð samráðsnefndar þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa sérstaka skólaskrifstofu
Til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?