3. fundur 09. maí 2015 kl. 13:30 - 15:00 á Laugalandi
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Egill Sigurðsson
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Elín Grétarsdóttir
  • Karl Ölvisson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson
  • Brynja Jóna Jónasdóttir
Fundargerð ritaði: Sveitarstjórar Rangárþings ytra og Ásahrepps
Sigdís Oddsdóttir var forfölluð. Daníel Gunnarsson ráðgjafi sat fundinn undir lið 1 fyrsta hlutann.

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Staða verkefnis og næstu skref
Samráðsnefnd lýsir yfir ánægju með opinn íbúafund og ágæta umræðu sem þar fór fram.



Daníel Gunnarsson ráðgjafi skýrði frá sínum sjónarmiðum um áfanga II í verkefninu. Hann er tilbúinn að vinna að verkinu sem verkefnisstjóri út júnímánuð og vinna verkið eins langt og hægt er. Áætlaður kostnaður er 1. milljón króna auk virðisaukaskatts.



Tillaga samráðsnefndar er að ráða Daníel Gunnarsson sem verkefnisstjóra til júníloka og til að vinna með viðræðunefndinni.



Samþykkt samhljóða.

2.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 12

1505002

Fundargerð frá 04052015
Fundargerð lögð fram til kynningar

3.Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 13

1505003

Fundargerð frá 05052015
Fundargerð lögð fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?