8. fundur 10. desember 2018 kl. 16:00 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Sólbakki, Landskipti

1811029

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr jörð sinni, spildu í Safamýri, stærð 9,3 ha, L227753 og fengi nafnið Sólbakki land G. Umrætt svæði er hluti af séreign Sólbakka, sem skiptist í 9 spildur skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 22.8.2018. Samhliða er óskað eftir að afmörkuð verði lóð undir núverandi geymslu, matshluta 02, sem jafnframt var gamalt íbúðarhús. Sú lóð fengi nafni Sólbakki 1, stærðina 930 m2 og L227752. Jörðin Sólbakki hefur ekki skráða stærð í Þjóðskrá en yrði u.þ.b. 87,7 ha að stærð eftir landskiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né heldur við nöfn nýrra lóða.

2.Lækur 2. Landskipti

1811042

Birkir Snær Fannarsson fyrir hönd Landgræðslu ríkisins óskar eftir að fá að skipta úr Læk 2, L186677, 5,9 ha spildu, Læk 2a, L227737. Lækur 2 verður 5 ha eftir skiptin. Útskipt spilda mun sameinast Brekkum, L193184.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

3.Meiri-Tunga 2. landskipti

1811075

Landeigandi óskar eftir að fá að skipta úr jörð sinni, lóð sem fengi nafnið Meiri-Tunga 7, stærðina 8985,2 m2 og landeignanúmerið Lxxxxxx. Meiri-Tunga 2 verður 97,8 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

4.Austvaðsholt 1b. Landskipti

1812008

Aníta Ólöf Jónsdóttir óskar eftir að fá að skipta úr landi sínu, lóð umhverfis íbúðarhús. Lóðin verður 19.571,6 m2 að stærð, fær landeignanúmerið Lxxxxxx og heitið Austvaðsholt. Austvaðsholt 1b verður 174,2 ha eftir skiptin. Matshlutar 20 og 23 munu færast yfir á nýja lóð við skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né nafn nýju lóðarinnar.

5.Sörlatunga Sælukot. Landskipti. sameining lóða

1812007

Grétar Jóhannes Sigvaldason óskar eftir heimild til að sameina Sörlatungu L175268 inní Sælukot L175270 skv. meðf. uppdráttum frá Landformi, dags. 21.11.2018. Sameinuð spilda mun halda landeignanúmeri Sælukots og nafni sínu ásamt lögbýlisrétti. Sameinuð spilda verður 45,5 ha eftir sameiningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

6.Hjallanes 2. Landskipti 2018

1811004

Landeigandi hefur fengið heimild til að skipta úr jörð sinni fjórum spildum skv. meðfylgjandi uppdráttum frá Eflu, dags. 26.10.2018. Hjallasel, stærð 7.88 ha, Lxxxxxx, Bjallabrún, stærð 1.44 ha, Lxxxxxx, Þórðarhóll, stærð 1.87 ha, Lxxxxxx og Gilshóll, stærð 4.6 ha, Lxxxxxx. Jörðin Hjallanes 2 hefur ekki skráða stærð í Þjóðskrá, en minnkar sem nemur útskiptum spildum. Lagður er fram uppdráttur sem sýnir staðfest útmörk jarðarinnar. Spildan Hjallanes lóð 2 er einnig afmörkuð og óskast staðfest.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti.

7.Umferðarmál Merkingar innan Hellu

1512014

Umferðarmál innan Rangárþings ytra, merkingar og yfirferð. Farið yfir biðskyldumerkingar á Öldusvæðinu á götum sem liggja að Eyjasandi og á fleiri stöðum.
Skipulagsnefnd leggur til að biðskylda verði af öllum götum austan við Langasand, inná Eyjasand. Biðskylda verði einnig af Sandöldu inná Langöldu. Biðskylda verði af Eyjasandi inná Dynskála (Fiskás) austan við Reykjagarð.
Nefndin telur jafnframt að þar sem svæðið vestan aðkomuvegar meðfram Hróarslæk er að byggjast upp sem íbúðarsvæði, verði sett biðskylda á veginn frá Aldamótaskógi inná aðkomuveginn frá Suðurlandsvegi.

8.Helluflugvöllur. Stöðuleyfi flugskýli

1811009

Stefán D. Helgason fyrir hönd Air Sleipnir ehf sækir um stöðuleyfi fyrir 160 m2 flugskýli sunnan við núverandi skýli á Helluflugvelli. Samþykki liggur fyrir frá flugklúbbnum á Hellu og Isavia. Stofnuð verður lóð undir tiltekið flugskýli
Skipulagsnefnd samþykkir að veitt verði stöðuleyfi fyrir umrætt skýli en leggur áherslu á að gengið verði frá deiliskipulagi fyrir svæðið sem allra fyrst. Stöðuleyfi verði veitt til eins árs frá útgáfu þess. Staðsetning á fyrirhugaðri lóð undir skýlið verði í samræmi við væntanlegt deiliskipulag.

9.Svínhagi SH-16. Byggingarleyfi

1812005

Björn Þorgrímsson fyrir hönd 2717 ehf sækir um leyfi til að byggja 3 stk gestahús til viðbótar þeim sem þegar eru reist á lóð sinni nr. SH-16 í Svínhaga. Landnotkun lóðarinnar er skilgreind sem landbúnaðarlóð í gildandi aðalskipulagi en gert er ráð fyrir að þeirri skilgreiningu verði breytt í verslunar- og þjónustusvæði í endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í ferli.
Nefndin telur rétt að veitt verði heimild til bygginga á tilteknum húsum með fyrirvara um fram lagt deiliskipulag, sem er í vinnslu og sem samhliða bíður staðfestingar á aðalskipulagi.

10.Klettamörk. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

1811023

Aurélien Votat sækir um heimild til að breyta landnotkun á lóð sinni, Klettamörkum úr landi Maríuvalla, þar sem núverandi landbúnaðarnotkun verði að verslunar- og þjónustunotkun. Í Klettamörk er fyrirhugað að reka ferðaþjònustu, þar sem þægindi og glæsileiki eru í fyrirrúmi. Allt skipulag landsins mun taka mið af umhverfi og sérkennum þess og í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Á landinu verða reist smáhýsi, 2 að tölu. Meðfylgjandi myndir og teikningar sýna gerð og stærð húsanna. Á teikningunni má einnig sjá það landsvæði sem leyfisbeiðnin tekur til þ. e. í útjaðri Klettamerkur
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi breytingar á aðalskipulagi vegna áforma um breytingar á landnotkun. Núverandi lóð er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Umsækjanda er veitt heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við áform umsækjanda. Nefndin telur ekki raunhæft að fella nýja breytingu inní endurskoðun á aðalskipulaginu, sem nú er í ferli, og telur réttast að beðið verði eftir gildistöku nýs aðalskipulags.

11.Meiri-Tunga 7. Deiliskipulag

1811076

Lóðarhafi óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja lóð sína. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús, í tengslum við búrekstur á jörðinni.
Aðkoma að lóðinni er af Ásvegi og um nýjan aðkomuveg um land Meiri-Tungu 2.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá lýsingu þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins hvað varðar byggingar á landbúnaðarsvæðum. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir stofnun lóðarinnar og þegar jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir vegna nýs aðkomuvegar að lóðinni frá Ásvegi.

12.Lambhagi. Breyting á deiliskipulagi

1811074

Eigendur Lambhagabúsins óska eftir að fá að breyta gildandi deiliskipulagi dags. í júní 2013. Breyting felur í sér að byggingareitur Ú2 er færður til suðurs og byggingarmagn á honum aukið. Jafnframt er byggingarheimildum á byggingareitum Ú2 og Ú3 víxlað.
Skipulagsnefnd telur breytinguna vera óverulega þar sem hún hefur engin áhrif á aðra en eigendur og sveitarfélagið og víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

13.Fagurhóll. Breyting á deiliskipulagi

1810007

Fyrir liggur að á síðasta ári féll dómur í Hæstarétti um landamerki Grásteins og Fagurhóls. Af dómnum leiðir að landamerki jarðanna eru ekki í samræmi við afmörkun Fagurhóls í gildandi deiliskipulagi.
Sveitarfélagið hefur um nokkurt skeið haft til skoðunar að láta breyta deiliskipulaginu fyrir Fagurhól þannig að það samræmist niðurstöðu Hæstaréttar.
Lögð er fram tillaga að breyttri afmörkun skipulagssvæðis.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt hlutaðeigandi aðilum að viðkomandi landamerkjum á svæðinu.

14.Veiðivötn. Breyting á deiliskipulagi

1712006

Veiði og fiskræktarfélag Landmannaafréttar hefur fengið heimild til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi frá október 2010. Færa þarf byggingareit vegna gistiskálans Dvergasteins þar sem núverandi staðsetning er orðin óviðunandi. Vegna fjarlægðar frá vatni hefur verið kallað eftir undanþágu til Umhverfis- og auðlidanráðuneytis frá grein 5.3.2.14 í Skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá Tjaldvatni. Ráðuneytið veitti undanþagu skv. bréfi dags. 2.11.2018 á grunni umsagnar Skipulagsstofnunar sbr. bréf dags. 4.7.2018, þar sem ekki var gerð athugasemd við að veitt skildi undanþága.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send til vörslu skipulagsstofnunar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

15.Hólar, deiliskipulag.

1706007

Haraldur Gísli Kristjánsson hefur lagt fram deiliskipulag fyrir lóð úr landi Hóla undir íbúðarhús og skemmu. Tillagan var auglýst frá 22.6.2017 til og með 3.8.2017. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun um að sækja hefði þurft um undanþágu frá ákvæði í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá Þingskálavegi. Beiðni um undanþágu var send til ráðuneytis í lok september 2017. Niðurstaða barst frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með bréfi dags. 5.11.2018 þar sem fallist var á rök sveitarstjórnar og undanþága veitt.
Skipulagsnefnd telur að með veittri undanþágu ráðuneytisins sé búið að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum. Þar sem tímamörk í skipulagslögum eru liðin leggur nefndin til að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Svínhagi SH-16. Deiliskipulag

1710005

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag fyrir gististarfsemi á lóð þeirra SH-16 úr landi Svínhaga. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi en verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2022 sem er í ferli.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu verði tekið fram að tillagan samræmist skilmálum aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í ferli.
Fylgiskjöl:

17.Urðir. Deiliskipulag

1803039

Eigendur Urða, landnr. 198745, hafa fengið heimild sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja spildu sína. Áform eru um skiptingu svæðisins í 6 lóðir, þar sem heimilt verði að byggja sumarhús á hverri lóð. Tillagan var auglýst frá 17.10.2018 til og með 28.11.2018. Athugasemdir bárust frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin telur að umrætt svæði falli undir skilgreiningu um náttúruvernd skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013. Þá bárust athugasemdir frá Lex lögfræðistofu í umboði nærliggjandi landeigenda þar sem gerðar voru þrjár mismunandi athugasemdir. Ekki hafi verið tekin saman lýsing, að ekki hefði verið um beint samráð að ræða við nærliggjandi lóðarhafa og að skilgreindur umferðarréttur um aðkomuveg væri ekki í samræmi við auglýsta tillögu.
Skipulagsnefnd telur að í ljósi framkominna athugasemda skuli afgreiðslu á erindinu frestað þar til niðurstaða liggur fyrir með áliti lögfræðings á vegum sveitarfélagsins.

18.Þjóðólfshagi L222499. Breyting á deiliskipulagi

1811073

Eigendur óska eftir heimild til að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi dags. 13.9.2017. Nýtt deiliskipulag tekur til framlengingar aðkomuvegar, afmörkunar 6 nýrra lóða í stærðum frá 3,7 ha til 5,9 ha og byggingareita fyrir íbúðarhús, gestahús og hesthús. Nýjar lóðir fái nafnið grenjar 4-10. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2022 sem er í ferli.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu verði tekið fram að tillagan samræmist skilmálum aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í ferli.

19.Vatnasvið Markarfljóts. Tillaga að friðlýsingu.

1810067

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Markarfljóts: 22 Markarfljótsvirkjun A og 23 Markarfljótsvirkjun B, í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar á friðlýstu svæði. Skýringar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu lagðar fram.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við að heildar vatnasvið skuli tekið inní skilmála friðlýsingar viðkomandi svæðis. Nefndin telur frekar að gera skuli greinarmun á því hvort framkvæmdir, ef heimilaðar verða á friðlýstu svæði, muni eða geti haft áhrif á aðrennsli í aðalafrennsli svæðisins, í þessu tilfelli Markarfljót. Nefndin telur að minniháttar framkvæmdir á efstu svæðum vatnasviðsins muni ekki á nokkurn hátt skaða eða minnka rennsli í viðkomandi á eða fljóti.

20.Vatnasvið Tungnaár. Tillaga að friðlýsingu

1809026

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Tungnaár, Tungnaárlón og Bjallavirkjun í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar á friðlýstu svæði. Skýringar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu lagðar fram.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við að heildar vatnasvið skuli tekið inní skilmála friðlýsingar viðkomandi svæðis. Nefndin telur frekar að gera skuli greinarmun á því hvort framkvæmdir, ef heimilaðar verða á friðlýstu svæði, muni eða geti haft áhrif á aðrennsli í aðalafrennsli svæðisins, í þessu tilfelli Tungnaá. Nefndin telur að minniháttar framkvæmdir á efstu svæðum vatnasviðsins muni ekki á nokkurn hátt skaða eða minnka rennsli í viðkomandi á eða fljóti.

21.Vatnasvið Hólmsár. Tillaga að friðlýsingu.

1809027

Tillaga að friðlýsingu fyrir vatnasvið Hólmsár, Hólmsárvirkjun við Einhyrning, í verndarflokki rammaáætlunar til kynningar. Það ferli sem unnið er eftir var kynnt með bréfi til sveitarfélaga með bréfi dags. í júlí 2018. Skipulagsnefnd óskaði eftir nánari skýringum á forsendum afmörkunar á friðlýstu svæði. Skýringar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu lagðar fram.
Skipulagsnefnd gerir athugasemdir við að heildar vatnasvið skuli tekið inní skilmála friðlýsingar viðkomandi svæðis. Nefndin telur frekar að gera skuli greinarmun á því hvort framkvæmdir, ef heimilaðar verða á friðlýstu svæði, muni eða geti haft áhrif á aðrennsli í aðalafrennsli svæðisins, í þessu tilfelli Hólmsá. Nefndin telur að minniháttar framkvæmdir á efstu svæðum vatnasviðsins muni ekki á nokkurn hátt skaða eða minnka rennsli í viðkomandi á eða fljóti.

22.Grásteinn. Deiliskipulag nýrrar aðkomu.

1810006

Landeigendur leggja fram tillögu að deiliskipulagi af nýrri aðkomu að bújörð sinni ásamt drögum að byggingarheimildum. Gert er ráð fyrir byggingareitum fyrir 3 íbúðarhús, hesthús og skemmu. Búið er að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að umsögn Vegagerðarinnar vegna nýrrar tengingar inná Árbæjarveginn verði jákvæð.

23.Leynir úr landi Stóra-Klofa II, deiliskipulag

1507020

Landeigendur Leynis, landnr. 217813 leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir land sitt. Gert verði ráð fyrir 4 frístundalóðum og einni landbúnaðarlóð og gerð grein fyrir aðkomu að þeim. 4 lóðir hafa þegar verið stofnaðar. Á frístundalóðunum er heimilt að byggja allt að 100 m2 sumarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu. Á landbúnaðarlóðinni er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús, 50 m2 gestahús og 40 m2 geymslu.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Leyni fór áður í umsagnarferli en vegna tímaákvæða þarf að endurtaka ferlið skv. skipulagslögum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ásgeir Jónsson og Ingibjörg Sveinsdóttir frá Eflu fóru yfir áherslur í umfjöllun um athugasemdir.

24.Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra

1305001

Endurskoðun aðalskipulags Rangárþings ytra 2016-2028. Tillaga hefur verið auglýst og bárust nokkrar athugasemdir. Allar athugasemdir lagðar fram til umfjöllunar.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um framkomnar athugasemdir og gert nauðsynlegar breytingar í greinargerð að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga. Nefndin leggur því til að tillaga að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Gestum þökkuð góð yfirferð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?