14. fundur 10. júní 2019 kl. 08:15 - 09:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Yngvi Harðarson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Brekkur 190531 Landskipti

1905024

Landeigendur óska eftir að fá að skipta úr landi sínu, Brekkum lóð 190531, 3507 m2 spildu. Nýja spildan fengi heitið Brekkur 1C með landeignanúmerið L228710. Brekkur lóð 190531 fengi heitið Brekkur 1A og yrði 5777 m2 að stærð eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti. Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemdir við tillögu að breytingum á heitum spildnanna.

2.Þjóðólfshagi 1 Grenjar. Landskipti

1906003

Hestahof, eigandi spildunnar Þjóðólfshagi 1 lóð 2, landnr. 222499 óskar eftir samþykkt sveitarstjórnar á landskiptum úr jörð sinni. Deiliskipulag liggur fyrir af umræddu svæði. Skipt verður út sex spildum, Grenjar 4, L228800, stærð 3,68 ha, Grenjar 5, L228801, stærð 5,87 ha Grenjar 6, L228802, stærð 3,86 ha, Grenjar 7, L228803, stærð 4,6 ha, Grenjar 8, L228804, stærð 3,78 ha og Grenjar 10, sem héldi upprunalandnúmeri, stærð 4,18 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né tillögu að heitum lóðanna.

3.Hostel Þykkvibær ehf. Byggingarleyfi fyrir skilti

1710027

Hostel Þykkvibær ehf hefur sótt um leyfi til að setja upp skilti til auglýsingar á starfsemi sinni. Staðsetning er gegnt vegamótum Suðurlandsvegar og Þykkvabæjarvegar. Skiltið er 1 m á breidd og 2 m á hæð. Vegagerðin hafnaði staðsetningu skiltisins innan veghelgunarsvæðis með tölvupósti dags. 8.4.2019 en vísaði jafnframt á Umhverfisstofnun. Umhverfisstofnun, með bréfi dags. 6.5.2019, telur að stærð skiltisins falli ekki að ákvæðum laga og reglugerða um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis og telur að endurskoða þurfi stærð skiltisins. Stofnunin bendir jafnframt á vegvísa Vegagerðarinnar með heiti gististaðarins sem dæmi um látlaust skilti.
Skipulagsnefnd tekur undir með athugasemdum Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar og leggur til að umrætt skilti á þessum stað verði ekki heimilað

4.Þjóðólfshagi 33, fyrirspurn um mögulega búsetu

1906007

Grétar Arnar Ellertsson, kt. 051042-2639 óskar eftir umsögn hvort hægt verði að fá búseturétt á 98 cm2 heilsárshúsi að Þjóðólfshaga 33. Fastanúmer eignar er 232-2203. Lóðin Þjóðólfshagi 33 er 12.2 ha að stærð og er hluti af deiliskipulagi svæðisins. Stór hluti lóðarinnar er beitiland.
Skipulagsnefnd telur að breyting á frístundanotkun yfir í íbúðanot í aðalskipulagi sé eingöngu æskileg ef umræddar lóðir eru í jaðri á þegar deiliskipulögðum svæðum. Í þessu tilfelli eru 4 lóðir skilgreindar sem frístundalóðir áður en komið er að umræddri lóð og því ekki forsvaranlegt að breyta landnotkun að sinni nema eigendur þeirra lóða sjái sér hag í því samhliða umsækjanda. Að sögn byggingarfulltrúa getur viðkomandi húsnæði á lóð fyrirsyrjanda uppfyllt skilyrði um íbúð ef út í það er farið.

5.Leynir. Umsókn um stöðuleyfi

1906008

Eigandi óskar eftir stöðuleyfi fyrir allt að 15 hjólhýsum / gistitjöldum á tjaldsvæðið að Leyni. Lögð er fram umsókn ásamt uppdrætti sem sýnir staðsetningu hýsanna.
Skipulagsnefnd telur rétt að veitt verði stöðuleyfi til eins árs á grundvelli þess að verið er að vinna að gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið. Nefndin telur rétt að stöðuleyfi verði veitt fyrir einstaka hýsi og innheimta gjalda verði í samræmi við það.

6.Landsskipulagsstefna loftslag, landslag og lýðheilsa

1903043

Skipulagsstofnun hvetur skipulagsnefndir til að kynna sér lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu. Kynnt er samantekt um afrakstur samráðs við kynningu lýsingarinnar.
Lagt fram til kynningar

7.Helluvað 2. Deiliskipulag

1906004

Landeigandi óskar eftir að fá að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta af landi sínu, Helluvað 2, skv. meðfylgjandi tillögu frá Eflu, verkfræðistofu, dags. 3.6.2019. Deiliskipulagið nær til um 8 ha landspildu í landi Helluvaðs 2 í Rangárþingi ytra (landnr. 164511) sem í heild er um 23 ha samkvæmt Fasteignaskrá. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, gestahúss og skemmu.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að auglýst tillaga verði í fullu samræmi við aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í lokaferli.

8.Gaddstaðir lóð 18, Beiðni um breytingu á landnotkun

1906011

Kolbrún Geirsdsóttir eigandi lóðar nr. 18 við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

9.Gaddstaðir lóð 18a. Beiðni um breytingu á landnotkun

1906010

Kristín G. Geirsdsóttir eigandi lóðar nr. 18a við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

10.Gaddstaðir 18b og 18c. Beiðni um breytingu á landnotkun

1906012

Guðlaug Geirsdsóttir eigandi lóða nr. 18b og 18c við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóða sinna verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

11.Gaddstaðir lóð 19. Beiðni um breytingu á landnotkun

1906005

Ólafur Örn Jónsson, eigandi lóðar nr. 19 við Gaddstaði óskar eftir að landnotkun lóðar sinnar verði breytt úr frístundanotkun í íbúðarhúsanotkun til samræmis við samþykkta skilgreiningu landnotkunar á vestari helming svæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyting verði gerð á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til samræmis við óskir lóðarhafa og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við þá breytingu þegar núverandi endurskoðun aðalskipulagsins, sem er í lokaferli, er lokið.

12.Fiskeldi Götu og Galtalæk, framkvæmdaleyfi

1905020

Haukur Þór Haraldsson fyrir hönd Verkíss ehf leggur fram gögn vegna tilkynningar um matsskyldu fyrir framkvæmdir við fiskeldin í Götu og í Galtalæk. Um endurbætur á fráveitu er að ræða.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að framkvæmdir við fráveitu fiskeldis við Galtalæk og Götu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Nefndin leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir umræddum framkvæmdum.

13.Dómadalur, beiðni um framkvæmdaleyfi

1905038

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til færslu á vegslóða um Dómadal. Jafnframt er óskað eftir ákvörðun sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin skuli háð lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Skipulagsnefnd Rangárþings ytra farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að framkvæmdir við færslu núverandi vegar í Dómadal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Nefndin leggur því til að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir umræddum framkvæmdum.

14.Vesturhlíð, Deiliskipulag

1902003

Landeigandi hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi af jörð sinni. Samkvæmt fyrirliggjandi áformum verður jörðin nýtt til ferðaþjónustu tengdri hestamennsku, reisa á íbúðarhús og skemmu fyrir lögbýli ásamt reiðhöll. Jafnframt er gert ráð fyrir stórum einbýlishúsum í ferðaþjónustu, tjaldsvæði fyrir skipulagða hópa á vegum staðarhaldara ásamt frístundahúsalóðum á 3 stöðum á jörðinni. Lýsing skipulagsáætlunar var kynnt frá 6.3.2019 til og með 22.3.2019 og bárust athugasemdir og ábendingar frá tveimur aðilum. Tillaga hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendinga við lýsinguna og var hún í auglýsingu frá 17.4.2019 til og með 29.5.2019.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar sem ekki hafa borist.

15.Marteinstunga tankur. Deiliskipulag

1903013

Veitur leigja um 1500 ferm. lóð af landeiganda í Marteinstungu, skv. langtímasamningi. Áformað er að byggja lítið dæluhús hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Einnig verður gert ráð fyrir bættri aðkomu að svæðinu. Lagt verður fram deiliskipulag fyrir svæðið. Lýsing var kynnt frá 20.3.2019 til og með 3.4.2019. Vegagerðin hafnaði áformum um að núverandi tenging yrði notuð vegna fjarlægðarmarka í veghönnunarreglum og lagði til að leitast yrði eftir að sameinuð yrði tenging að Beindalsholti og umræddri lóð. Athugasemdir bárust við lýsinguna frá eigendum Beindalsholts þar sem því var mótmælt að heimreið Beindalsholts verði notuð fyrir lóðina nema að samhliða verði gerð ný aðkoma að Beindalsholti 2. Á síðari stigum samþykkti Vegagerðin að núverandi tenging yrði heimiluð með skilyrðum, ef ekki næðist samkomulag við eigendur Beindalsholts. Ný tillaga var auglýst frá 17.4.2019 til og með 29.5.2019 og bárust engar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar sem ekki hafa borist.

16.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 42 lóða í landi Minna-Hofs, landspildu 1. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Breyting á skilmálum landnotkunar í aðalskipulagi er í lokaferli. Tillagan var auglýst frá 17.4.2019 til og með 29.5.2019. Athugasemd barst frá nærliggjandi landeiganda.
Skipulagsnefnd telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þegar jákvæðar umsagnir hafa borist frá Heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Varðandi framkomna athugasemd þá telur skipulagsnefnd sig hafa farið í einu og öllu eftir skipulagslögum í meðferð málsins. Skipulagsfulltrúa verði falið að taka saman feril málsins og senda viðkomandi.

17.Ásahreppur aðalskipulag. Ósk um umsögn vegna jarðstrengs og tengivirkis.

1905023

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita fyrir hönd Ásahrepps óskar eftir umsögn Rangárþings ytra vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar lagningar eystri hluta Selfosslínu 2 í jörð, meðfram Suðurlandsvegi nr. 1 og byggingar nýs tengivirkis í landi Lækjartúns 2(landnr. 215415).
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?