Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra

29. fundur 24. ágúst 2020 kl. 16:00 - 18:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
  • Haraldur Eiríksson
  • Hulda Karlsdóttir
  • Sævar Jónsson
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
  • Gunnar Aron Ólason
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Staða byggingarleyfismála

1810046

Staða byggingarleyfismála kynnt. Byggingarleyfismál ásamt tilkynningaskyldum framkvæmdum frá byrjun mars til loka júlí.
Lagt fram til kynningar
Gunnar Aron Ólason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls

2.Rangárflatir 4. Umsókn um stækkun lóðar

2001019

Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hótels, óskar eftir að fá að stækka núverandi lóð undir Stracta hótel, bæði til suðurs og vestur. Áform eru um verulega stækkun hótelsins. Heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun yrði um 7,0 ha.
Skipulagsnefnd leggur til að tvær lóðir verði stofnaðar frá lóðamörkum Rangárflatar 4 að suðvestan og að veginum að reiðhöllinni. Þaðan upp að trjálínunni á hólnum, eftir neðri mörkum hennar að mörkum núverandi lóðar nr. 4. Nýjar lóðir fengju heitið Rangárflatir 6 og Rangáarflatir 8.
Sérlóð norðan við Rangárflatir 4 yrði tekin frá þeim punkti og norður að veginum að Stracta hóteli sbr. meðfylgjandi hugmynd. Sú lóð fengi heitið Rangárflatir 4a.
Nefndin vill árétta að gera þarf breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið ef áform um lóðabreytingar ganga eftir.
Gunnar Aron tekur sæti sitt á ný.

3.Fosshólar land 1. Landskipti

2008030

Sigríður Arndís Þórðardóttir, kt. 031277-4269 og Sigurður Sigurðarson, kt. 060169-3739 óska eftir að skipta úr landi sínu Fosshólum 1, L214312, 25,7 ha spildu, Lxxxxxx, sem fengi heitið Fosshólar land 4, skv. uppdrætti frá Landnotum dags. 19.8.2020. Fosshólar land 1 verður 39,1 ha eftir skiptin.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á nýju landi. Nefndin ítrekar að gera þarf grein fyrir aðkomu að spildum þegar áform um uppbyggingu liggur fyrir við gerð deiliskipulags.

4.Reiðstígur vestan Skyggnisöldu

2008012

Bryndís Ásta Hafsteinsdóttir íbúi við Skyggnisöldu leggur til að núverandi reiðstígur vestan Skyggnisöldu verði færður til og hafður allur vestan við mönina sem þar er. Reiðstígurinn beygir að sunnan uppað vesturhlið hússins við Skyggnisöldu sem gerir það að verkum að mikið ónæði hlýst af hestaumferð ásamt því að aukin slysahætta myndast bæði fyrir hesta og fólk.
Skipulagsnefnd leggur til að umræddur reiðstígur verði felldur út af skipulagi og færður uppfyrir hverfið að austanverðu, eins og framkvæmdir hafa þegar borið merki. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að hefja vinnu við nauðsynlega breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

5.Ferjufit efnisnáma. Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku

2008014

Helgi Jóhannesson fyrir hönd Landsvirkjunar óskar eftir framkvæmdaleyfi til efnistöku á allt að 10.000 m3 af grjóti úr efnisnámu merktri E122 í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Umsókn og fylgiskjöl send með tölvupósti 11.8.2020.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er efnisnáma á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd efnistaka sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

6.Klofningur E76. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku

2008028

Umhverfisstofnun sækir um leyfi til efnistöku á skilgreindu efnistökusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins, svæði (E76), sbr. meðfylgjandi mynd. Um er að ræða 150 rúmmetra af malarefni sem verður mokað á vörubíl og ekið í Landmannalaugar. Efnið verður notað í göngustíg í Landmannalaugum. Verktaki er Stokkar og Steinar sf. Verktaki mun afmá öll ummerki eftir efnistöku að verkefni loknu. Athafnarsvæði verður einskorðað við framkvæmdarsvæði og komið í veg fyrir allt óþarfa rask. Áætlaður framkvæmdartími er um leið og framkvæmdarleyfi fæst.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimild verði veitt fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli heimilda innan aðalskipulags Rangárþings ytra þar sem skilgreind er efnisnáma á umræddu svæði. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd efnistaka sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

7.Ármót. Deiliskipulag

2008007

Hafliði Halldórsson fyrir hönd Ármótabúsins, kt. 540502-6410, óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af svæði úr jörð félagsins. Um er að ræða uppbyggingu gisti- og ferðaþjónustu á svæðinu. Meðfylgjandi er tillaga í formi greinargerðar og uppdráttar frá Eflu dags. 20.8.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Ártún. Deiliskipulag

2008010

Eigendur Ártúna, L164472, óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð úr jörð sinni. Ráðgert er að byggja íbúðarhús á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins.

9.Stóru-Vellir deiliskipulag nokkurra jarða

1703067

Nokkrir landeigendur spildna úr landi Stóru-Valla í Landsveit hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi til uppbyggingar á lóðum sínum skv. meðfylgjandi uppdrætti. Tillagan var auglýst frá 22.4.2020 til og með 3.6.2020. Athugasemdir bárust frá þremur aðliggjandi landeigendum vegna afmörkunar á aðkomuleiðum. Einnig bárust ábendingar og athugasemdir frá umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um allar fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum með uppfærðum skipulagsgögnum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

10.Hjallanes 2, Bjallabrún og Þórðarhóll deiliskipulag

2005010

Eigendur Hjallaness 2, Þórðarhóls og Bjallabrúnar úr landi Hjallaness, hafa lagt fram tillögu að deiliskipulagi af lóðum sínum. Gert er ráð fyrir byggingu sumarhúss / íbúðarhúss, gestahúss og skemmu / geymslu á hverri lóð skv. gögnum frá Eflu verkfræðistofu dags. 8.5.2020. Tillagan var auglýst frá 17.6.2020 til og með 29.7.2020.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um allar fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum með uppfærðum skipulagsgögnum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

11.Svínhagi SH-20. Deiliskipulag

1902037

Eigandi hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af landi sínu SH-20 úr landi Svínhaga. Áform eru uppi um byggingu íbúðarhúss á lóðinni. Ný tillaga hefur verið lögð fram þar sem búið er að fella niður áformaðar tengingar frá Þingskálavegi skv. umsögn Vegagerðarinnar. Leiðréttur uppdráttur frá Eflu lagður fram dags. 22.7.2020.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um allar fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að bregðast við öllum framkomnum athugasemdum með uppfærðum skipulagsgögnum og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

12.Bjargstún. Deiliskipulag

1907054

Guðbrandur Einarsson hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóð sína, Ægissíða 1 lóð 1, L218358. Áform eru um að byggja íbúðarhús og útihús á lóðinni. Tillagan var auglýst frá 20.11.2019 til og með 1.1.2020. Í kjölfar athugasemda barst athugasemd frá Skipulagsstofnun vegna ákvæða um fjarlægðir milli bygginga og vega ásamt því að gerð var krafa um að heildarskipulag yrði gert fyrir lóðir á þessu svæði. Sótt hefur verið um undanþágu til ráðuneytis vegna fjarlægðarinnar og hefur ráðuneytið óskað eftir umsögn vegna þess.
Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afgreiðslu sína á tillögu að deiliskipulagi. Varðandi fjarlægð milli bygginga og vegar þá telur nefndin réttast að undanþága verði veitt frá viðkomandi grein skipulagsreglugerðar og fjarlægð milli bygginga og vegar þ.a.l. minni en ákvæði segir til um. Nefndin telur rétt að svo verði einnig um aðrar lóðir á svæðinu og vill árétta, að teknu tilliti til ábendinga skipulagsstofnunar, að áform eru uppi um að unnið verði að sameiginlegu deiliskipulagi fyrir allar lóðirnar frá Bjargi að Heiðarbrún. Nefndin leggur til að sú vinna hefjist strax að lokinni gildistöku fyrir deiliskipulagið fyrir Bjargstún.

13.Marteinstunga tankur. Deiliskipulag

1903013

Veitur leigja um 1500 ferm. lóð af landeiganda í Marteinstungu, skv. langtímasamningi. Byggt hefur verið lítið dæluhús hjá núverandi miðlunartanki hitaveitu til að auka þrýsting á hitaveitukerfi veitunnar. Einnig hefur verið gert ráð fyrir bættri aðkomu að svæðinu. Lagt var fram deiliskipulag fyrir svæðið. Lýsing var kynnt frá 20.3.2019 til og með 3.4.2019. Vegagerðin hafnaði áformum um að núverandi tenging yrði notuð vegna fjarlægðarmarka í veghönnunarreglum og lagði til að leitast yrði eftir að sameinuð yrði tenging að Beindalsholti og umræddri lóð. Athugasemdir bárust við lýsinguna frá eigendum Beindalsholts þar sem því var mótmælt að heimreið Beindalsholts verði notuð fyrir lóðina nema að samhliða verði gerð ný aðkoma að Beindalsholti 2. Á síðari stigum samþykkti Vegagerðin að núverandi tenging yrði heimiluð með skilyrðum, ef ekki næðist samkomulag við eigendur Beindalsholts. Ný tillaga var auglýst frá 17.4.2019 til og með 29.5.2019 og bárust engar athugasemdir. Tillagan var þó aldrei auglýst í B-deild stjórnartíðinda og vegna tímaákvæðis í skipulagslögum, þar sem meira en ár er liðið frá auglýstum fresti til athugasemda, verður að auglýsa tillöguna að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar en telur ekki þörf á að leita aftur umsagna um hana sérstaklega.

14.Geitasandur. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

2005020

Jón Ásgeir Jónsson fyrir hönd Skógræktarfélags Íslands, óskar eftir framkvæmdaleyfi til ræktunar loftslagsskóga á 193 ha svæði úr Geitasandi, skv. meðfylgjandi gögnum málsins. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þar sem skorti eignarheimild á umræddu svæði. Lögð er fram yfirvirðing frá eiganda landsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindi umsækjanda verði hafnað. Nefndin telur að umrætt svæði sé ekki vel fallið til skógræktar þar sem lítill samfélagslegur ávinningur sé innifalinn í nýtingu umrædds lands fyrir nærsamfélagið. Nóg er til af öðrum svæðum í sveitarfélaginu, fjær byggð, sem henta betur til svo umfangsmikillar skógræktar af hálfu hins opinbera.

15.Minna-Hof. deiliskipulag íbúðarlóða

1904019

Landeigendur hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af svæði sínu. Deiliskipulagið nær til alls 41 lóðar í landi Minna-Hofs, landspildu 1. Lóðir fyrir íbúðabyggð eru á bilinu 1,1-3,2 ha, en flestar eru þær um 2,5-3 ha að stærð. Lögð er fram breytt tillaga frá síðasta fundi þar sem búið er að breyta lóðarmörkum og byggingarreitum á Hofstíg 29 og Lækjarstíg 4b. Einnig var bætt við gönguleiðum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða auglýsingu á breytingu aðalskipulagsins sem skipulagsstofnun hefur heimilað til auglýsingar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?