249. fundur 25. ágúst 2025 kl. 17:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Þráinn Ingólfsson varamaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Hulda Karlsdóttir
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Víðir Reyr Þórsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Þráinn sat fundinn á fjarfundi.

1.Rekstraryfirlit 2025 - SOR

2504071

Farið yfir rekstrar- og fjárfestingaryfirlit janúar-júlí 2025.

Hulda fór yfir rekstur fyrstu sjö mánuði ársins. Reksturinn er að mestu í samræmi við áætlanir.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri 2025

2502036

Garðaplast úr Þykkvabæ
Víðir Reyr Þórsson framkvæmdastjóri SOR fór yfir ýmis rekstrarmál sem tengjast SOR.

Farið var yfir ferla varðandi móttöku garðaplasti. Skoðað verði að setja nýtt ákvæði um úrgangsflokkinn við endurskoðun á gjaldskrá SOR við næstu fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt samhljóða.

3.Framkvæmdastjóri 2025 Sorpstöð Rang.

2502028

Fram kom að Víðir Reyr framkvæmdastjóri mun ekki óska eftir því að framlengja ráðningasamning sinn sem rennur út þann 30. sept. nk.

Stjórn samþykkir að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra og felur formanni stjórnar að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

4.Verkamaður og hlauparar - haust 2025

2508020

Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fóru yfir ýmis starfsmannamál SOR.

Lagt til að ráða verkamann/hlaupara til reynslu í 6 mánuði.

Samþykkt samhljóða.

5.Botnþétting - urðun dýrahræja

2508019

Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fóru yfir stöðu við vinnu vegna botnþéttingar á urðunarstaðnum á Strönd.

Lagt til að leita til Umhverfis- og orkustofnunar um næstu skref.

Samþykkt samhljóða.

6.Sorporkuver á Strönd. Kynning matsáætlunar.

2506094

Lögð fram drög að svari vegna umsagna sem bárust vegna matsáætlunar vegna fyrirhugaðs sorporkuvers.

Stjórn gerir ekki ekki athugasemdir við svörin og felur ráðgjafa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Sorpbrennslustöð - Niðurstaða auglýsingar

2312018

Lögð fram niðurstaða auglýsingar þar sem óskað var eftir tilboðum til að gera þjónustusamning við SOR um brennslu á allt að 2500 tonnum af óendurnýtanlegum úrgangi. Tilboðsfrestur rann út þann 15. júlí s.l.

Eitt tilboð barst frá Sorporku ehf og drög að þjónustusamningi.

Stjórn tekur jákvætt í málið og ákveður að skoða niðurstöðu tilboðsins nánar með tilliti til hagsmuna SOR til framtíðar og felur stjórnarformanni að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands 2025

2502084

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.