11. fundur 05. maí 2015 kl. 16:30 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson ritari
  • Hulda Karlsdóttir formaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Heimir Hafsteinsson varaformaður
  • Már Guðnason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson

1.Uppgjör á rafmagni 2014

1504020

Komin er niðurstaða um skiptingu á sameiginlegum rafmagnskostnaði leigjenda og eigenda S1-3 ehf. Sendir verða reikningar með skýringum á næstu dögum.

2.Framkvæmdaáætlun framkvæmdasjóðs S1-3 ehf

1505007

Rætt um drög að framkvæmdaáætlun. Áætlunin er tvíþætt, annars vegar framkvæmdir vegna lokaúttektar og hins vegar endurbætur á eldra húsnæði. Málið verður unnið áfram og stefnt að því að heildaráætlun liggi fyrir í lok maí. Fulltrúar HSU verða boðaðir til næsta fundar.

3.Ræsting - breytt fyrirkomulag

1505008

Ákveðið að segja upp samningi við ISS frá og með 1. september n.k. með þriggja mánaða fyrirvara fyrir lok maí. Áður en til þess kemur þarf að kynna þess áform fyrir leigjendum. HK falið að hrinda þessu í framkvæmd.

4.Önnur mál

1501058

Ekki voru tekin fyrir önnur mál.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?