1.Rekstraryfirlit 31082016
1610040
Yfirlit um tekjur og gjöld eftir fyrstu 8 mánuði ársins og lausafjárstöðu félagsins.
KV fór yfir rekstrarstöðu félagsins í lok ágúst og lausafjárstöðu. Afkomuspá bendir til að tekjuáætlun ársins muni ganga eftir.
2.Rekstraráætlun 2017
1610041
Fyrstu drög.
Vinna við fjárhagsáætlun næsta árs er að hefjast. KV mun leggja fram drög á næstu vikum.
3.Framkvæmdir innanhúss S1-3
1509015
Áætlanir um næstu skref.
HH kynnti þau atriði sem hrinda þarf í framkvæmd í næstu skrefum bæði er snúa að nýframkvæmdum og viðhaldi húsnæðisins. Í ljósi þess að framkvæmdir við fasteignina á þessu ári hafa gengið hraðar en upphaflega var áætlað var ákveðið að gera tillögu að sérstökum viðauka við samkomulag um fjármögnun framkvæmdanna og senda eigendum til afgreiðslu. HK og KV munu undirbúa bréf til eigenda þessa efnis og senda.
4.Önnur mál
1501058
4.1 Aukið hlutafé
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar um aukningu á hlutafé þarf að leita eftir því við eigendur að taka afstöðu til málsins en Rangárþing ytra hefur þegar ákveðið að breyta skuld félagsins við sveitarfélagið í hlutafé. HK og KV munu rita eigendum bréf.
4.2 Tiltekt og laus rými
HH fór yfir ýmiss mál sem snúa að tiltekt og lagfæringum í húsinu. Ákveðið að auglýsa þau rými sem nú eru laus, m.a. rými sem nú hefur losnað hjá sveitarfélaginu í vesturenda hússins og tvö skrifstofurými í austurenda.
Í samræmi við ákvörðun aðalfundar um aukningu á hlutafé þarf að leita eftir því við eigendur að taka afstöðu til málsins en Rangárþing ytra hefur þegar ákveðið að breyta skuld félagsins við sveitarfélagið í hlutafé. HK og KV munu rita eigendum bréf.
4.2 Tiltekt og laus rými
HH fór yfir ýmiss mál sem snúa að tiltekt og lagfæringum í húsinu. Ákveðið að auglýsa þau rými sem nú eru laus, m.a. rými sem nú hefur losnað hjá sveitarfélaginu í vesturenda hússins og tvö skrifstofurými í austurenda.
Fundi slitið - kl. 17:30.