27. fundur 24. mars 2025 kl. 10:30 - 11:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Klara Viðarsdóttir framkvæmdastjóri

1.Rekstraryfirlit 2025 S1-3 hf

2503061

Yfirlit yfir rekstur jan-feb 2024
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur jan-feb 2025. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun eftir þessa fyrstu tvo mánuði ársins.

2.Ársreikningur 2024 - S1-3 hf

2503062

Ársreikningur 2024 til afgreiðslu
Ársreikningur 2024 lagður fram til samþykktar. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um um 12,3 milljónir kr. en tap ársins eftir fjármagnsliði eru 20,6 milljónir kr.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 16,9 milljónir kr. Eigið fé í árslok var 295,5 milljónir kr.

Ársreikningur 2024 samþykktur samhljóða.

3.Aðalfundur Suðurlandsvegur 1-3 hf 2025

2503063

Dagsetning og boðun aðalfundar 2025
Tillaga um að aðalfundur félagsins fari fram 5. maí 2025 kl.9:15.
Framkvæmdastjóra falið að boða til fundar.

Samþykkt samhljóða.

4.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

2206063

Farið yfir stöðu leigurýma
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu leigurýma. Öll tiltæk rými eru í útleigu.
Ákveðið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Samkaupa. Framkvæmdastjóra falið að finna fundartíma.

Fundi slitið - kl. 11:15.