9. fundur 26. október 2020 kl. 10:00 - 11:45 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Elín Pálsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Heimir Hafsteinsson embættismaður
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Yngvi Karl Jónsson forfallaðist og ekki vannst tími til að boða varamann.

1.Rekstraryfirlit 2020

2004021

Rekstraryfirlit jan-sept 2020
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstur félagsins janúar-september 2020.

2.Rekstraráætlun 2021 - Suðurlandsvegur 1-3 hf

2010039

Undirbúningur vegna rekstraráætlunar 2021
Lögð fram drög að rekstraráætlun næsta árs. Reiknað er með að rekstraráætlunin verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi stjórnar sem áætlaður er þann 20. nóvember n.k.

3.Framkvæmdir S1-3 hf - 2020

2006015

Staðan á framkvæmdum utan- og innanhúss
Tómas Haukur Tómasson og Heimir Hafsteinsson fóru yfir framkvæmdir á vegum félagsins það sem af er ári. Lagt fram minnisblað um málið. Búið er að endurnýja þak á Suðurlandsvegi 1 auk þess að laga þakkant, gera við múr og mála húsið að utan. Einnig var þak Suðurlandsvegar 3 málað. Framkvæmdirnar voru boðnar út og hljóðaði tilboðið upp á rétt um 21 mkr. Útboðsverkinu er lokið. Búið er að fjárfesta í öllu efni fyrir Misturkerfis og vinna við uppsetningu hefst á næstu dögum. Efniskostnaður er 4.4 mkr og tilboð í uppsetningu er um 2.2 mkr. Verið er að undirbúa brunahólfun milli húsanna til að uppfylla skilyrði brunahönnunar og ganga frá lokaúttekt Miðjunnar. Tilboð vegna gifsklæðningar, útskipta á hurðum og gleri var 5.3 mkr og búið er að áætla 3 mkr í brunaþéttingu. Framkvæmdirnar eru innan þeirrar heildaráætlunar sem lagt var upp með.
Búið er að hanna upplýst upplýsingaskilti fyrir Miðjuna og liggur kostnaðaráætlun fyrir. HH og THT falið að vinna málið áfram með það að markmiði að skiltið komist upp við allra fyrstu hentugleika.

Lagt fram til kynningar.

4.Málefni leigurýma á Suðurlandsvegi 1-3

1604029

Staðan á leigurýmum
Eitt leigurými á 3ju hæð er að losna núna um næstu mánaðamót og verður auglýst laust til útleigu.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?