6. fundur 27. maí 2020 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Anne Bau aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
  • Sindri Snær Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar fer yfir málin og situr fyrir svörum.

1.Dynskálar frágangur á lóðamörkum

1908033

Umhverfisnefnd vinnur að sameiginlegu átaki í afmörkun lóða meðfram Suðurlandsvegi.
Tómas Haukur fór yfir næstu skref í fegrun lóðamarkanna gagnvart Suðurlandsveginum. Hugmyndin er sú að slétta svæðið til að byrja með og sá í það grasfræi ásamt því að setja niður einstaka gróðurstaði með vel völdum trjátegundum.
Tómasi þakkað fyrir skýr og greinargóð svör.

2.Hella, miðbæjarskipulag

2002010

Sett er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæðið á Hellu. Um er að ræða svæði norðan Suðurlandsvegar. Í deiliskipulaginu verður gerð breyting á gatnakerfi til að bæta umferðaröryggi. Einnig verður lóðum fjölgað til að þétta byggð.
Lagt fram til kynningar
Tómas Haukur forstöðumaður þjónustumiðstövarinnar situr fyrir svörum og fer yfir málin á almennum nótum.

3.Umhverfismál. Hugmyndir

1806032

Rætt um ýmsar áherslur að umbótum í umhverfismálum þar sem m.a. komu fram eftirfarandi:

Er þörf á að ráða garðyrkjustjóra í sveitarfélagið.

Búa til Facebook síðu fyrir meðlimi Umhverfisnefndar.

Bílar, rafgeymar o.fl. Að sögn þá sækir Dalvíkurbyggð bílhræ, rafgeyma o.fl. heim til íbúa.

Sumarstörf. Aðkoma umhverfisnefndar að verkefnum.

Fjölgun gáma um sveitarfélagið.

Dynskálar og lóðafrágangur.

Eftir er að ljúka umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.

Frágangur hússins gegnt Miðjunni

Lautin í skógarlundinum sunnan við Suðurlandsveginn.

Virkja almenning í umhirðu opinna svæða.
Farið yfir fjölmörg áhersluatriði með framtíðarsýn í huga.
Tómas Haukur víkur af fundi

4.Umhverfisverðlaun 2020

2005043

Undirbúningur vegna umhverfisverðlauna fyrir árið 2020.
Farið yfir undirbúning að skoðun og aðferðarfræði við mat á væntanlegum vinningshöfum. Nefndin leggur til að auglýsing verði birt sem fyrst þar sem íbúar verða hvattir til að láta fulltrúa nefndarinnar vita af fallegum og vel hirtum lóðum, hvort sem þær eru í eða utan þéttbýlis.

5.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Umhverfisnefnd Rangárþings ytra hefur hafið vinnu við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.
Farið var yfir áherslur sem mættu koma fram í umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?