7. fundur 03. nóvember 2025 kl. 19:00 - 20:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgeir Óli Eiríksson aðalmaður
  • Anna Ísey Engilbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Gerður Hrannarsdóttir aðalmaður
  • Kristín Birta Daníelsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jóhann G. Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Jóhann G. Jóhannsson

1.Ungmennaráð 2024-2026

2410040

Formaður og varaformaður kosin.
Formaður og varaformaður kosin.
Formaður verður: Ómar Azfar Valgerðarson Chattha
Varaformaður verður: Anna Ísey Engilbertsdóttir

2.Ungmennaráðstefna 2025

2510041

Þáttaka í ungmennaráðstefnu í Reykjavík 5.desember.
Búið er að staðfesta þátttöku ungmennaráðs á ungmennaráðstefnu sveitarfélaga í Reykjavík 5. desember nk. á Hilton í tilefni 80 ára afmælis Sambands íslenskra sveitarfélaga.

3.Ungmennaþing 2025

2504068

Ungmennaþing, fyrirhugað með Rangárþingi eystra vor 2026.
Fyrirhugað er að halda Ungmennaþing með Rangárþingi eystra vor 2026. Dagskrá rædd og dagsetningar. Ákveðið að fela Íþrótta og fjölmenningarfulltrúa að ræða við Rangárþing eystra og koma með tillögur að dagsetningu fyrir næsta fund.

4.Ungmennaráð 2024-2026

2410040

Byggðarráð leggur jafnframt til að ungmennaráð fjalli um málefni ungs fólks sem innlegg í fjárhagsáætlunargerð.

Ungmennaráð tók fyrir tillögu Byggðarráðs um að ungmennaráð fjalli um málefni ungs fólks sem innlegg í fjárhagsáætlunargerð.
Ungmennaráð leggur til:
1. Tómstundastrætó sem gæti tengt saman íþróttaiðkun, félagsmiðstöð og fleira. Og það væri ferðir heim á kvöldin. Hugsa þarf fyrir stoppustöðvum víðsvegar um sveitarfélagið.
2. Landsbyggðarstrætó - stoppa á landvegmótum td.
3. Opnun félagsmiðstöðvar. Lengri opnunartími til að eiga heimastað milli skóla og æfinga. Eins að huga að Laugalandi og að félagsmiðstöðin verði með opnun þar líka.
4. Frístundahús/ungmennahús fyrir 16-20ára. Einhver samastaður fyrir þennan hóp til að sinna hugðarefnum, hittast til tómstunda, funda og félagslegrar samveru.

Fundi slitið - kl. 20:00.