5. fundur 23. febrúar 2017 kl. 18:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þröstur Fannar Georgsson aðalmaður
  • Rebekka Rut Leifsdóttir aðalmaður
  • Dagný Rós Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir aðalmaður
  • Stefán Orri Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi
Fundur haldinn í fundarsalnum Heklu fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra.

1.Útivistarsvæði í Nesi

1701040

2. 1701040 - Útivistarsvæði í Nesi
Hugmyndir eru um að koma upp útivistarsvæði fyrir íbúa Rangárþings ytra í landi Ness á Hellu. Nefndin þarf að fara yfir hvaða möguleika hún sér á nýtingu svæðisins og hvað væri heppilegast að gera á svæðinu.
Nefndinni lýst virkilega vel á að setja upp útivistarsvæði í Nesi. Margar hugmyndir komu fram m.a. strengjaróla, brjálað vegasalt, kringlótt borð, útigrill, veglegan vaðpall, strandblakvöllur og útisvið. Bæta þarf trjám á svæðið til þess að mynda meira skjól. Nefndin mun fjalla aftur um málið eftir að hugmyndasamkeppni íbúa er lokið.

2.Ungmennaráðstefna UngRy

1701012

Ungmennaráð Rangárþings ytra, UngRy, hefur stefnt á halda ungmennaráðstefnu. Það hefur dregist örlítið en markmiðið með ráðstefnunni er að kynna UngRy,heyra hvað brennur á ungu fólki og ræða skipun Ungmennaráðs komandi ára.
Á næsta fundi Ungmennaráðs sem haldinn verður 9. mars kl 17:00 verður Ungmennaráðstefna undirbúin. Markaðs- og kynningarfulltrúi mun hafa samband við Ungmennaráð Árborgar og umsjónarmenn félagsmiðstöðvarinnar Hellisins og óska eftir aðstoð við skipulagningu viðburðarins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?