49. fundur 25. september 2017 kl. 09:00 - 12:55 Fundarsalurinn Hekla - Miðjunni Hellu
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varamaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1 og Guðmundur Daníelsson undir lið 2.

1.Rekstraryfirlit Vatnsveitan 21092017

1709021

Yfirlit um rekstur og framkvæmdir janúar-ágúst.
KV og BJM fóru yfir rekstur vatnsveitunnar það sem af er ári. Rekstur er í jafnvægi en fjárfesting er um 4 m fram úr áætlun þar sem ákveðið var að ráðast í nýlagnir samhliða ljósleiðaralagningu. Ganga þarf frá skuld vatnsveitunnar við eigendur en skv. fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir eiginfjárframlagi að upphæð 34,6 m.
Tillaga er um að vatnsveitan óski eftir 10 m kr yfirdrætti til að mæta sveiflum í útgjöldum og undirbúa lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til nýframkvæmda en heimild er fyrir 40 m. kr lántöku skv. fjárhagsáætlun. ÁS falið að undirbúa þetta.

Samþykkt samhljóða.

2.Framkvæmdaáætlun 2017-2026

1702029

Áætlun um uppbyggingu veitukerfis Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps til næstu 10 ára. Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri hjá Ásaljós/Rangárljós mun mæta til að ræða verkefnastjórnun við slíkar framkvæmdir.
BJM og GK kynntu mikilvægustu forgangsmál við nýframkvæmdir og leggja til að ráðist verði í að klára framkvæmdir við Helluvaðslind en þannig má ná aukalega um 5 l/s inn á kerfið. Kostnaður er áætlaður um 3 m. Þá er nauðsynlegt að fjárfesta til viðbótar í eftirlitsbúnaði en kostnaður við það er áætlaður 1 m. Stjórn Vatnsveitu samþykkir að ráðist verði í þessar framkvæmdir sem hluta af nýframkvæmdum ársins.

Farið var yfir gögn varðandi framkvæmdaáætlun nýframkvæmda. GD fjallaði um verkefnastjórn í verkefnum sem þessum og reynsluna af m.a. ljósleiðaraverkefnum hjá Rangárljós og Ásaljós. Stjórnin samþykkti að fela BJM, ÁS og GD að leggja fram á næsta fundi stjórnar tillögu um verklag og kostnað við að fullvinna framkvæmdaáætlunina.

3.Málefni notenda vatnsveitu

1709022

3.1 Erindi vegan inntaksgjalda.
Tekið fyrir erindi frá tveimur viðskiptavinum vatnsveitunnar sem gert hafa athugasemdir við reikninga vegna heimtauga. BJM fór yfir alla kostnaðarliði til að skoða námkvæmlega þessi tvö tilfelli. Stjórnin óskaði sérstaklega eftir frekari sundurliðun á reikningum sem farið var yfir. Ekki er annað að sjá en reikningarnir séu réttir og skv. gjaldskrá Vatnsveitunnar. BJM falið að senda frekari sundurliðun á reikningum til hlutaðeigandi.

3.2 Brynningartæki - eftirfylgni og gjaldskrá.
Ábendingar hafa borist um að misbrestur sé á skráningu brynningartækja utanhúss. Ástæða er til að fara yfir verkferla og gjaldskrármál þessu tengt.

3.3 Óskráð vatnstaka.
Dæmi eru til þess að farið sé inn á lagnir og nýjum notendum (húsum) bætt við án þess að látið sé vita eða gleymist að sækja um. Rætt hvort að ekki mætti ná betra vinnulagi og eftirfylgni með því að taka upp samvinnu við byggingarfulltrúa í þessum efnum. BJM og ÁS falið að funda með byggingarfulltrúa um málið og leggja minnisblað fyrir næsta fund.

4.Fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2018

1709019

Umræða um gjaldskrá og aðrar forsendur næsta fjárhagsárs.
Rætt um gjaldskrármál en að öðru leyti frestast frekari umræða um fjárhagsáætlun til næsta fundar.

5.Vatnsverndarsvæði við Tvíbytnulæk og Kerauga

1602077

Minnisblað Árna Hjartarsonar hjá ÍSOR vegan hugsanlegra áhrifa byggingaframkvæmda á vatnsból.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 12:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?