19. fundur 01. október 2015 kl. 09:00 - 12:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Reynir Daníel Gunnarsson og Klara Viðarsdóttir sátu einnig fundinn.

1.Endurskoðun samninga Rangárþings ytra og Ásahrepps

1412028

Unnið í samþykktum Byggðasamlaga um Lund og Fræðslumál sem nú eru mjög langt komnar.

2.Verkáætlun viðræðunefndar

1501066

Ákveðið að undirbúa fundi með starfsfólki viðkomandi stofnana og kynna samþykktirnar og annað sem tengist endurskoðun samninga sveitarfélaganna. Stefnt á næstu viku. Sveitarstjórar setji sig í samband við forstöðumenn og skipuleggi slíka fundi.Jafnframt ákveðið að undirbúa íbúafundi 31. október þar sem færi fram heildarkynning.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?